is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19652

Titill: 
  • Á sígrænu hugmynda-flugi. Samband mannfólks við náttúru og tækni í kvikmyndum Hayao Miyazaki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður kannað með hvaða hætti umræðan um náttúru og tækni, og stöðu mannsins með tilliti til þessara eðlisólíku þátta, fer fram í anime-teiknimyndum japanska leikstjórans Hayao Miyazaki. Með þetta markmið að leiðarljósi verður rýnt í bæði útlit myndanna, söguþráð og textalegt samhengi þeirra í rúmi og tíma. Samband þeirra við japanska sögu og menningu verður haft til hliðsjónar, og sömuleiðis vísanir innan myndanna sem rekja má til annarra landa, eða hafa alþjóðlega skírskotun. Reynt verður að komast að því hvaða sérstöðu myndir Miyazaki hafa meðal teiknimynda, með því að bera þær saman við aðrar japanskar anime afurðir, og svo vestrænar teiknimyndir Disney. Fræðilega verður stuðst við ýmis skrif um Miyazaki og verk hans, en einnig skrif frá Miyazaki sjálfum, sem geta á tíðum varpað frekara ljósi á merkingarsköpun verkanna. Uppbygging ritgerðarinnar verður til þess gerð að aðstoða þá sem enga þekkingu hafa af sérkennum anime né stöðu Miyazaki sem kvikmyndagerðarmanns, og skapa þannig viðeigandi samhengi með því að færast í sífellu frá almennari til afmarkaðri viðfangsefna, sem að lokum leiðir til umræðunnar um hið þríþætta samband manns, náttúru og tækni í myndum hans.
    Fyrsti þriðjungur ritgerðarinnar fer í það að staðsetja anime (og manga teiknimyndasögur) innan menningu og sögu Japans, og komast að því hver uppruni þess er og hvernig það hefur þróast síðan þá. Síðan verður bakgrunnur og ferill Miyazaki tekinn sérstaklega fyrir, og þær viðtökur sem hann hefur fengið bæði í Japan og víðar.
    Annar hlutinn fer síðan í þau höfundareinkenni sem einkenna myndir hans og þau þemu sem helst eru tekin fyrir í þeim og skapa merkingu innan þeirra, ýmist á yfirborðinu eða undir því. Sá hluti skiptist í tvennt, í fyrsta lagi verða almennari höfundareinkenni tekin fyrir, sem tengjast ekki náttúrunni og tækni beint, og síðan þau sem gera það.
    Að lokum verður náttúru-og tækni þemað greint sérstaklega innan þriggja kvikmynda Miyazaki sem taka einna helst á því, Nausicaa úr Dal Vindsins frá 1984, Skýjaborgin Laputa frá 1986 og Prinsessa Mononoke frá 1997.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19652


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_Á sígrænu hugmynda-flugi - FINAL.pdf1.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna