is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19655

Titill: 
 • Mat og matsaðferðir í öldrunarþjónustu
Skilað: 
 • September 2014
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn var markmiðið að kanna með hvaða hætti mælitæki nýtast við að meta þjónustuþörf aldraðra. Rannsóknin er tvíþætt, annars vegar var markmið hennar að skoða hvernig matslistarnir OASR og OABCL nýtast við mat á líðan og stöðu 60 ára og eldri í Sveitarfélaginu Árborg. Úrtakið í Árborg var 70 einstaklingar en svör fengust frá 26 (15 körlum og 11 konum) eða 38,5%. Hins vegar var kannað hvort félagsþjónustur sveitarfélaga á Íslandi noti mælitæki við upplýsingaöflun sína vegna þjónustu við aldraða. Rannsókn þessi er jafnframt nýtt til þess að afla viðmiða fyrir íslenska útgáfu matslistanna OASR og OABCL.
  Niðurstöður fyrri hluta rannsóknarinnar benda til að aðstandendur kvenna líti aðstæður þeirra jákvæðari augum en þær sjálfar en aðstandendur karla sjá aðstæður þeirra neikvæðari augum en þeir sjálfir gera. Aðstandendur virðast því hafa meiri áhyggjur af því að karlar fái ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. Þá benda niðurstöður til þess að þeir sem búa einir séu síður kvíðnir og hafa minni áhyggjur. Niðurstöðurnar benda á mikilvægi þess að aflað sé upplýsinga frá fleiri aðilum en einstaklingnum sjálfum, til að ná fram heildrænni sýn á stöðu einstaklingsins.
  Í seinni hluta rannsóknarinnar fengust svör frá 26 félagsmálastjórum og var svarhlutfallið 84%. Aðeins ein félagsþjónusta notar staðlað mælitæki og eingöngu fyrir 80 ára og eldri og þá sem þurfa á mikilli aðstoð að halda. Nokkrar voru ekki með neina gátlista en unnu út frá reglum um félagslega heimaþjónustu.
  Lykilorð: aldraðir, mælitæki, gagnreyndar aðferðir, OASR, OABCL, heimaþjónusta, opin þjónusta

Samþykkt: 
 • 10.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna