en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19667

Title: 
  • Title is in Icelandic "Það eru kostir og gallar" : samanburður á aga- og bekkjarstjórnun í tveimur opnum skólum og tveimur bekkjarkennsluskólum.
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi lokaritgerð til meistaraprófs í kennslu ungra barna í grunnskóla fjallar um agastjórnun í mismunandi námsumhverfi, annars vegar opnum skólum og hins vegar hinum algengari bekkjarkennsluskólum. Markmiðið var að komast að því hvort munur væri á milli opnu skólanna og bekkjarkennslu¬skólanna þegar kemur að aga- og bekkjarstjórnun. Framkvæmd var rannsókn með blandaðri aðferðafræði, þar sem tekin voru viðtöl við 27 kennara og framkvæmdar vettvangsathuganir. Úrtakið í rannsókninni eru fjórir grunnskólar og starfandi kennarar á yngsta stigi innan þeirra. Efnið var skoðað með hliðsjón af rannsóknarspurningunni: Er munur á aga- og bekkjarstjórnun kennara í tveimur opnum skólum og tveimur bekkjar¬kennsluskólum?
    Agastjórnun er kennurum oft á tíðum áhyggjuefni enda gegnir hún mikilvægu hlutverki í kennslu. Nái kennari ekki að halda aga og skapa jákvætt námsumhverfi, hrakar gæðum kennslunnar sem síðan bitnar á námi nemenda. Rannsóknir sýna að námsumhverfi skóla hefur áhrif á nám nemenda og hegðun og því vert að skoða hvort það hafi áhrif á hvernig kennurum gengur að halda aga.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda að einhverju leyti til þess að agastjórnun í opnu skólunum tveimur hafi reynst kennurum erfiðari en í bekkjarkennsluskólunum. Niðurstöðurnar eru þó ekki afgerandi þar sem ákveðinn munur reyndist á opnu skólunum tveimur en sá munur bendir til þess að það sé undir kennaranum komið að nýta aðstæður í náms¬umhverfinu sér í hag. Eftir vettvangsathuganir kom í ljós að meiri hávaði og umgangur var í opnu skólunum tveimur en í bekkjarkennsluskólunum og í viðtölunum kom fram að töluvert fleiri kennurum í opnu skólunum tveimur en bekkjakennsluskólunum fannst dagleg agastjórnun ekki ganga vel. Kennararnir töldu stærð nemendahópsins og skort á yfirsýn helstu ástæður þess.

Accepted: 
  • Sep 10, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19667


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Margrét Ósk Heimisdóttir.pdf807,64 kBOpenHeildartextiPDFView/Open