is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19668

Titill: 
  • Það er glæpur að láta fólki leiðast. Tvær aðlaganir og ein endurgerð Baltasars Kormáks
  • Titill er á ensku It is a crime to bore people. Two adaptations and one remake by Baltasar Kormákur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjallað er um þrjár kvikmyndir leikstjórans Baltasars Kormáks (1966-), Brúðgumann (2008), Mýrina (2006) og Contraband (2012); tvær kvikmyndaaðlaganir og eina endurgerð. Skoðað er hvort kvikmyndirnar búi yfir sameiginlegum einkennum sem stutt geti það að Baltasar teljist kvikmyndahöfundur (e. author/fr. auteur). Raktir eru helstu þættirnir sem lagðir eru til grundvallar þegar rýnt er í höfundareinkenni kvikmyndaleikstjóra og hvernig hugmyndir fræðimanna hafa þróast frá því þær fyrst komu fram. Kvikmyndirnar þrjár eru greindar og horft til aðlögunar þeirra, persónusköpunar og heildaryfirbragðs. Einnig er dregin upp mynd af leikstjóranum Baltasari Kormáki út frá viðtölum í fjölmiðlum og blaðagreinum. Greindir eru ýmsir þættir er varða vinnulag, frásagnarmáta, áherslur og verkefnaval leikstjórans. Er niðurstaðan sú að þó kvikmyndirnar séu aðlaganir, teljist til mismunandi kvikmyndagreina og séu úr ólíku framleiðsluumhverfi hafi þær sterk, sameiginleg einkenni. Byggt er að nokkru á skrifum franska leikstjórans François Truffaut og félaga hans í Cahiers du Cinéma en einnig skilyrðum bandaríska kvikmyndagagnrýnandans Andrews Sarris fyrir því að leikstjóri teljist kvikmyndahöfundur. Út frá því er rökstudd sú niðurstaða að meðal annars séu það hin síendurteknu umfjöllunarefni sem merkjanleg eru í kvikmyndum Baltasars sem geri hann að kvikmyndahöfundi. Síðast en ekki síst kunna þættir í hinni opinberu ímynd að hafa áhrif á umræðu og mat á kvikmyndum hans. Er horft til skrifa kvikmyndafræðingsins Timothy Corrigan um samtímaleikstjórann sem höfund viðskipta og lagt upp úr því að umfjöllun í gegnum viðtöl og beiting fjölmiðla í markaðssetningu móti hugmyndir um leikstjórann Baltasar sem höfund verka sinna.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er glæpur að láta fólki leiðast - Tvær aðlaganir og ein endurgerð Baltasars Kormáks.pdf846.6 kBLokaður til...01.12.2034HeildartextiPDF