Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19670
Ofbeldi í nánum samböndum er alþjóðlegt vandamál. Það voru kvennahreyfingar tuttugustu aldarinnar, sem áttu þátt sinn í því að litið er á ofbeldi gegn konum sem samfélagslegt vandamál fremur en einstaklingsbundið.
Í þessari heimildaritgerð verða skoðaðar sálrænar og líkamlegar afleiðingar sem ofbeldið getur haft á konur. Margvísleg einkenni komu fram. Í ljósi þess að ofbeldi hefur margvíslega áhrifaþætti þótti áhersla á að skoða ofbeldi í fræðilegu samhengi nauðsynleg, því var farið yfir 5 kenningar til útlista betur skýringu á ofbeldinu. Allar konur eiga í hættu á að verða fyrir ofbeldi þó sýna rannsóknir og fræðilegar greinar fram á að það séu ákveðnir áhættuhópar sem verða fyrir ofbeldi. Þá var sjónum beint að skoða þá hópa nánar. Í ljósi þess að afleiðingar og áhrif ofbeldis er margþætt er nauðsynlegt að skoða þau úrræði,inngrip og stuðning sem konur geta leitað til vegna aðstæðna sinna á Íslandi. Félagsráðgjafar er sú fagstétt sem er vel í stakk búin til að sinna þolendum ofbeldis meðal annars vegna þeirra sérfræðiþekkingar á hinum ýmsum sviðum samfélagsins.
Markmið þessara ritgerða er að skoða afleiðingar sem ofbeldið hefur í för með sér til að sýna fram á hversu skaðleg þau eru á þolendur. Þá einnig að skoða hvert hlutverk félagsráðgjafa sé til að sýna fram á hversu kjörin vettvangur það er fyrir félagsráðgjafa að sinna þolendum ofbeldis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð lokalokaskjal.pdf | 737,72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |