is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19671

Titill: 
 • Blómateikningar Sigurðar Guðmundssonar málara. Fyrirmyndir, útfærslur og áhrif
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sigurður Guðmundsson (1833-1874) málari teiknaði blómamyndir og skráði upplýsingar um þær í vasabækur sínar. Ritgerðin fjallar um hverjar voru fyrirmyndir hans að blómateikningunum sem síðar voru notaðar í fjölmargum útfærslum á skautbúninginn, sem er hátíðarþjóðbúningur kvenna á Íslandi. Einnig eru munstrum Sigurðar sem varðveist hafa í teikni- og uppdráttarbókum gerð skil og fjallað er um skautbúninginn sem Alexandrínu drottningu Íslands og Danmerkur var gefinn við konungskomuna 1921. Sigurður Guðmundsson bjó í Kaupmannahöfn í níu ár og var lengst af í listnámi við Det Kongelige Danske Kunstakademi. Þar nam hann meðal annars teiknun auk þess sem hann las íslenskar fornbókmenntir. Hann hafði mikinn áhuga á að endurbæta klæðnað Íslendinga sem honum fannst vera skelfilegur eins og kemur fram í ritgerðinni hans „Um kvennbúnínga á Íslandi að fornu og nýju“ árið 1857. Hugsanlegar fyrirmyndir hans að blómamunstrum voru þurrkaðar sóleyjar sem voru á Botanisk Museum á þeim tíma sem hann var þar. Eftir heimkomuna vann hann að hönnun skautbúningsins, bæði að sniðum og útliti klæðanna og munstrum fyrir þau. Í ritgerðinni er blómamunstrunum lýst og útfærslum munstranna í uppdráttum sem notaðir voru fyrir útsaum á skauttreyjur, samfellur og einnig fyrir silfursmíði.
  Munstrin sýna margar íslenskar blómategundir og eru fjölbreytt í útfærslum. Stíleinkenni Sigurðar eru þó ríkjandi en eitt af aðaleinkennum munstra Sigurðar eru blóm á mismunandi þroskaskeiði sem fléttast í kringum bylgjaðan stilk.
  Uppdrættir Sigurðar Guðmundssonar sem hafa varðveist eru í útfærslum þeirra Hólmfríðar Rósenkranz, Guðrúnar Gísladóttur, Sigríðar Briem og einnig hafa varðveist teikningar fyrir silfur á skautbúning sem er eftir Sigurð Guðmundsson málara og Sigurð Vigfússon gullsmið.
  Skautbúningur Alexandrínu drottningar er alsettur munstrum af sóleyjum, en sóleyjar voru einmitt í mörgum útfærslum Sigurðar. Útfærsla munstranna á þessum búningi er önnur en Sigurðar en áhrifanna frá honum gætir þar engu að síður, en eitt af munstrunum er teiknað af Kristni Andréssyni málarameistara. Íslenskt hannyrða- og listafólk kom að gerð skautbúnings Alexandrínu ásamt íslensku athafnafólki sem stóð að framkvæmd verksins og var skautbúningurinn fjármagnaður með frjálsum framlögum.

Samþykkt: 
 • 10.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19671


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Blómateikningar Sigurðar Guðmundssonar málara.pdf5.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna