is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19672

Titill: 
 • Hvað hvetur - hvað letur? : áhugi ófaglærðra starfsmanna hjúkrunarheimila sem starfa við umönnun aldraðra á að afla sér starfsréttinda á heilbrigðissviði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meðalævi Íslendinga hefur lengst á síðustu 60 árum. Þróunin hefur verið sú að aldurshópurinn 65 ára og eldri er sá aldurshópur sem hefur vaxið mest. Einnig hefur hlutfall háaldraðra eða 85 ára og eldri aukist verulega.
  Því er haldið fram að þessi vaxandi fjöldi aldraðra auki stöðugt þær kröfur sem gerðar eru til heilbrigðis- og félagsþjónustunnar um að mæta þörfum þeirra sem glíma við sjúkdóma Afleiðing þessarar þróunar er að margra mati sú að hún geri auknar kröfur um þekkingu og færni starfsmanna hjúkrunarheimila. Í ljósi þessara ályktana vekur það athygli hve hátt hlutfall ófaglærðra starfsmanna starfa við umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilum landsins.
  Fjölda fagmenntaðra í ákveðinni stétt má auka bæði með því að fjölga þeim sem læra til starfsins áður en þeir hefja störf og með því að stuðla að þjálfun og menntun þeirra sem þegar starfa á vettvanginum.
  Rannsókn þessi tengist ofangreindri umræðu en tilgangur hennar er að kanna hvort ófaglærðir starfsmenn hjúkrunarheimila, sem starfa við umönnun aldraða, hafi áhuga á að afla sér starfsréttinda á heilbrigðissviði og hvort eitthvað hvetji eða letji til þess. Aukinn skilningur á áhuga þeirra, hvatningu og hindrunum til náms getur veitt bæði stjórn¬völdum og stjórnendum hjúkrunarheimila mikilvægar upplýsingar um hvernig hægt væri að stuðla að aukinni menntun þessara starfsmanna og þar með að auka gæði hjúkrunar á hjúkrunar¬heimilum landsins.
  Rannsóknin var byggð á spurningalista þar sem stuðst var við lýsandi þverrannsóknarsnið. Þátttakendur voru 125 ófaglærðir starfs¬menn sem starfa við umönnun aldraðra.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru: Yfirgnæfandi meiri hluti þátttakenda hafði mikinn áhuga á starfstengdri þekkingu og helmingur þeirra hafði áhuga á að afla sér starfsréttinda á heilbrigðissviði. Áhugi á starfstengdri þekkingu var aldurstengdur en áhugi á öflun starfsréttinda á heilbrigðissviði var það ekki. Hvatning til náms tengdist aldri, menntun og þjóðerni starfsmanna. Aðstæðubundnar hindranir tengdust menntun og þjóðerni starfsmanna. Stofnanabundnar hindranir tengdust hjúskaparstöðu kyni, menntun og þjóðerni starfsmanna.

 • Útdráttur er á ensku

  What encourages and what discourages participation in learning: Factors which influence nursing home employee participation in healthcare education?
  The average age of the Icelandic population has increased over the last 60 years. The group 65 years and older has shown the greatest amount of growth. In addition the population group 85 years and older has shown a significant increase in longevity. It is understood that this increase in the elderly population will put a greater strain on healthcare and social services in the future. Therefore it is imperative that new ways are developed to provide for the frail and infirm elderly population.
  The commonly held view is that caregivers in this sector will require greater knowledge and skills. Taking this into consideration it is surprising that a high percentage of the the caregivers do not have the required formal education in healthcare. This deficit can be addressed both by ensuring formal education prior to entering the workplace and by implementing an on the job training program.
  This research adresses the aforementioned discussion but its purpose was to determine whether the currently employed formally unqualified caregivers would be interested in acquiring formal qualification in healthcare and what if anything hinders them from doing so. By gaining a better understanding of the employees´ interests, motivations and impedances the appropriate authorities will hopefully be compelled to implement formal educational programs that will raise the quality of care in nursing homes.
  This research was based on a questionnaire using descriptive cross- sectional design. There were 125 participants from two institutions who completed the questionnaire. All of whom were working as formally unqualified caregivers. The data showed that the majority of participants indicated that they were very interested to learn about vocational related topics and 50% indicated an interest in acquiring a formal qualification in healthcare. Interest in vocational related topics was related to age but interest in gaining a formal qualification in healthcare was not.
  Greater enthusiasm to study was related to age educational level and nationality. Situational hindrances were related to the educational level and empoyees‘ nationality but institutional hindrances were related to marital status, gender, education and employees‘ nationality.

Samþykkt: 
 • 10.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19672


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_vor-2014-06-10.pdf3.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna