Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19677
Kanadíski listamaðurinn Jeff Wall er fæddur árið 1946 og hóf feril sinn sem myndlistarmaður á áttunda áratug síðustu aldar þegar hann heillaðist af 19. aldar málverkinu og listamönnum þess tíma, einkum Édouard Manet. Hann vildi þó ekki miðla list sinni með málverki, heldur kaus hann að nota ljósmyndamiðilinn í listsköpun sinni. Wall tekur þó ekki ljósmyndir á hefðbundinn hátt. Hann kemur auga á myndefni í umhverfi sínu sem hann fangar í hugskoti sínu. Eftir einskonar endurvinnslu í huganum sviðsetur Wall myndefnið í tilbúnu rými þar sem hann tekur sjálfa ljósmyndina.
Listamaðurinn sækir innblástur í listasöguna og nýtir sér gjarnan gömul fræ sem hann sáir í nýja mold. Margar af ljósmyndum Wall hafa þannig beina eða óbeina skírskotun til þekktra málverka úr listasögunni. Myndbygging ljósmyndanna er í ætt við 19. aldar málverkið og sköpunarferlið tekur langan tíma bæði fyrir og eftir sjálfa myndatökuna. Áður en myndinni er smellt af tekur „sviðsetningin“ sinn tíma og eftir myndatökuna tekur við umfangsmikil stafræn myndvinnsla. Framsetning ljósmyndanna er ekki síður mikilvægur hluti af merkingu og túlkun verkanna þar sem þeim er varpað á hrimastóra ljósakassa, svipuðum þeim sem notaðir eru fyrir auglýsingar á götum úti. Þannig má segja að Wall vinni ljósmyndir sínar eins og kvikmyndaleikstjóri sem leikstýrir persónunum á myndfletinum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Endurvinnslaaugnabliksins-1-1.pdf | 1,38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |