is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19678

Titill: 
 • Um hlutverk aðstoðarskólastjórnenda í grunnskólum : „... maður veit ekki mikið í sinn haus þegar maður leggur af stað í ferðalagið en síðan slípast þetta til“
 • Titill er á ensku The role of assistant principals in compulsory schools in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hlutverk aðstoðarskólastjóra í grunnskólum, hvert þeirra meginhlutverk sé.
  Rannsóknin er eigindleg og þátttakendur eru átta aðstoðarskólastjórar við grunnskóla í Reykjavík. Gagna var aflað með viðtölum við þá. Gagnaöflun fór fram í febrúar 2014.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hlutverk aðstoðarskólastjóra er afar fjölbreytt og margþætt. Þeir koma að öllum verkefnum sem til falla í skólanum. Þeir hafa almennt ekki afmarkaða starfslýsingu og ef hún er til staðar er henni sjaldnast fylgt eftir. Stærsti hluti af tíma þeirra fer í vinnu með nemendur og þá einna helst tengt agavandamálum og aðstoða við að leysa úr þeim. Fundarsetur taka stóran hluta af tíma þeirra, bæði kennarafundir, teymisfundir og fundir vegna nemenda með foreldrum. Mikill tími fer í ýmiskonar vinnu með starfsmönnum svo sem starfsmannaviðtöl, ráðgjöf vegna kennslu og nemenda, leysa úr vandamálum sem upp koma og aðstoða í flóknum foreldrasamskiptum. Þeir vinna allir mjög náið með skólastjóranum og ekki virðist vera skörp skil á milli þess sem skólastjóri gerir og aðstoðarskólastjóri. Það sem einna helst greinir á milli þeirra er fjármálaumsýsla sem er í höndunum á skólastjóranum þó svo að aðstoðarskólastjórarnir segjast vera inni í þeim málum.
  Þeir hafa ekki mikinn tíma í faglegt starf eins og að sinna kennslufræðilegri leiðsögn, en það er sá þáttur í skólastarfinu sem þeir vildu sinna mun meira.
  Almennt líður þeim öllum vel í sínu starfi og segjast hlakka til sérhvers dags þrátt fyrir að dagarnir geti verið langir og óútreiknanlegir.

Samþykkt: 
 • 10.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M Ed ritgerð. Sædís Ósk Harðardóttir.pdf905.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna