is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1968

Titill: 
 • Heilsa sjómanna : íhlutunarrannsókn á hreyfingu og mataræði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Heilsufarsvandamál sem tengjast lifnaðarháttum fólks hafa aukist á undanförnum árum.Gott heilsufar einstaklinga er allra hagur, ekki eingöngu fyrir einstaklinginn sjálfan heldur einnig fyrir samfélagið þar sem velferðarsjúkdómar eru mjög kostnaðarsamir. Markmið verkefnisins var að rannsaka heilsufar og líkamsástand sjómanna fyrir og eftir 6 mánaða íhlutunartímabil. Íhlutunin fólst í því auka hreyfingu og bæta mataræði sjómannanna, bæði út á sjó og í landi.
  Sextíu og tveir starfandi sjómenn hjá Brimi hf. tóku þátt í rannsókninni. Heilsufar þeirra var skoðað út frá tvennum mælingum eftirfarandi mælingar voru gerðar: holdafar, blóðþrýstingur, hjartarafrit, blóðprufur, þrek og hreyfing. Einnig svöruðu þátttakendur spurningalistum um heilsutengd lífsgæði, mataræði og aðra lífsstílsþætti. Þessar stöðumælingar voru framkvæmdar fyrir og eftir 6 mánaða íhlutunaraðgerð sem náði til hluta úrtaks (rannsóknarhópur, n=31; viðmiðunarhópur, n=31).
  Mikill ávinningur var af íhlutuninni hjá rannsóknarhópi. Rannsóknarhópur léttist að meðaltali um 3,5+2,7 kg (p<0,001), líkamsþyngdarstuðull lækkaði um 1,1 kg/m2 (p<0,001), fituhlutfall líkamans lækkaði um 1,8% + 1,1% (p<0,001) og mittismálið minnkaði um 4,1+2,5 cm (p<0,001). Þegar niðurstöður blóðmælinga eru skoðaðar hjá rannsóknarhópi þá kom m.a. í ljós að gildi þrýglýseríðs lækkaði um 18,6% (p=0,004) og HDL hækkaði um 11,4% (p=0,001) og neðri mörk blóðþrýstings lækkaði um 3,3+ 3,0 mmHg (p=0,033). Líkamsþrek sjómannanna í rannsóknarhópi jókst um 14,3% (p<0,001) og um 230% aukning varð á hreyfingu eða virkni þeirra fyrir og eftir rannsóknina. Þátttakendur í rannsóknarhópi borðuðu einnig meira af grænmeti og drukku minna af sykruðum drykkjum í lok rannsóknar. Athyglisverðar jákvæðar breytingar komu einnig fram í heilsutengdum lífsgæðum hjá rannsóknarhópnum þar sem depurð,kvíði batnaði og þrek jókst marktækt (p<0,05). Engar breytingar til batnaðar urðu á heilsufarsbreytum né líkamsástandi sjómanna í viðmiðunarhópi á þessu tímabili.
  Mikilvægi þessarar rannsóknar er ótvírætt því aukin hreyfing og bætt mataræði stuðlaði að betri heilsu og líðan sjómannanna. Niðurstöðurnar gefa dýrmætar vísbendingar um að þverfaglegar og einfaldar lífsstílsíhlutanir séu árangursríkar og því mikilvægt að hafa það í huga við skipulag heilbrigðis- og forvarnarstarfs. Ætla má að bætt heilsa sjómanna dragi úr fjarvistum vegna veikinda og slysa og auki um leið öryggi þeirra en það skilar sér í minni útgjöldum fyrir alla aðila.
  Abstract: Icelandic fishermen working on fish-processing trawlers lead a potentially unhealthy lifestyle. Staying at sea for a month at time gives few opportunities for regular exercise, and being sleep-deprived and away from home easily leads to limited and unhealthy dietary choices. In this study a physical activity and nutrition intervention was undertaken to increase awareness and facilitate a healthier lifestyle among fishermen at sea.
  Body composition, health parameters (i.e., blood pressure, EKG, triglycerides, cholesterol), physical activity level and food choices were investigated among 62 fishermen (intervention, n=31; control, n=31) before and after a 6-month lifestyle intervention, focussing on increased physical activity and healthier food choices during tours at sea as well as breaks on land. Physical activity was measured in minutes/week by protocols and questionnaires and fitness by maximal cycle ergometer test. Questionnaires were used to assess food choices and health related quality of life. In order to encourage physical activity at sea a room with fitness equipment was arranged for. To aid better food choices the cooks were assisted in changing cooking methods and increasing the variety of food available at sea.
  The intervention was successful, leading to an average weight loss of 3,5±2,7 kg compared with an average weight gain of 0,6±1,8 kg in the controlgroup (p<0,001). Changes in waist circumference and percent bodyfat were significant for the interventiongroup only (-4,1±2,5 cm, p=0.001 and -1,8 %, p=0,001 respectively). The interventiongroup increased their physical activity by 233% compared with an 13,5% increase among controls, resulting in 14,3% gain in fitness in the interventiongroup only (p<0,001). Furthermore, the interventiongroup had an 11,4% increase in HDL-cholesterol (p<0,001), compared with a 6,1% decrease in the controlgroup (p=0,049). There were no significant changes in LDL-cholesterol, but triglycerides decreased by 18,6% (p=0,004) in the interventiongroup. They also lowered their diastolic blood pressure by 3,3 mmHg (p=0,033). Positive changes in the factors associated with health related quality of life were only found in the interventiongroup. These were decreased depression, decreased pain and increased fitness by self-evaluation (p<0,05). Positive changes in food choice were only noticable in the interventiongroup. After the intervention they ate fresh vegetables and unsweetened breakfast cereals more often and less frequently consumed sweet cakes and bisquits. They also less frequently drank carbonated beverages and fruit drinks with added sugar (p<0,05). The results show the advantage of a work-place intervention among men working and living under potentially unhealthy conditions. Healthier lifestyles leading to better health among fishermen is valuable for their personal well-being and is a good investment for their employers.

Athugasemdir: 
 • M.S. í íþrótta- og heilsufræði
Samþykkt: 
 • 20.10.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sonja-annasigga_Ritgerd_doc-1..pdf1.26 MBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna