Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19681
Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru síðustu áratugir búsetu í Sléttuhreppi á Hornströndum, með áherslu á Hælavík. Fjallað er um fólkið sem bjó í Hælavík í Sléttuhreppi í byrjun 20. aldar og líf þess og umhverfi. Aðal umfjöllunarefnið er fjölskylda Guðna Kjartanssonar og Hjálmfríðar Ísleifsdóttur, en þau bjuggu í Hælavík frá árinu 1883 til ársins 1920 þegar þau fluttust til Hlöðuvíkur, sem er næsta vík við Hælavík. Afkomendur þeirra bjuggu í Hælavík til ársins 1937, þegar byggð í hinum afskekktari víkum hreppsins fór minnkandi, en svo fór að lokum að allur hreppurinn var kominn í eyði árið 1952.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sigrún Halla Tryggvadóttir.pdf | 618,58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |