is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19682

Titill: 
 • „Það hugsar enginn eins ...“ : notkun hugmyndakorta til að skapa umræður í stærðfræðinámi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa meistaraprófsverkefnis var að rannsaka hvernig hugmyndakort (e. concept cartoons) geta nýst sem grundvöllur fyrir umræður í stærðfræðinámi í því skyni að efla skilning nemenda á viðfangsefni stærðfræðinnar. Umræður í öllu námi barna þykja mjög mikilvægar og hafa margir fræðimenn rannsakað áhrif þeirra á nám. Til að færa rök fyrir mikilvægi umræðna, og þar með þessarar rannsóknar, var meðal annars leitað í kenningar Piaget og Vygotsky um félagslega hugsmíðahyggju og kenningar Dewey um verkhyggju, ígrundaða hugsun og að nemendur læri í gegnum reynsluna.
  Rannsóknin, sem var eigindleg vettvangsathugun, var framkvæmd í febrúar árið 2014 á alls 25 nemendum í 6. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendum var skipt upp í hópa og lögð voru fyrir fjögur hugmyndakort og samræður nemenda teknar upp. Við úrvinnslu gagna var þemagreiningu beitt og sjónum sérstaklega beint að því hvers konar umræður mynduðust. Greind voru sex þemu í samræðunum og eru þau: þátttaka nemenda, tenging við raunveruleikann, tenging við fyrri þekkingu, misskilningur, aðstoð frá samnemendum og rökstuðningur.
  Þátttaka nemenda í verkefnunum var mjög góð en aðeins þrír nemendur reyndust vera óvirkir. Einhver tenging við raunveruleikann átti sér stað í hverju verkefni og hjá flestum hópum. Sem dæmi þá gáfu allir hópar teiknimyndapersónum sínum nöfn. Allir hópar nýttu þekkingu sína á því hvernig breyta megi almennum brotum og tugabrotum í prósentur og öfugt en verkefnin höfðu það sameiginlegt að snúa öll að hlutföllum. Einstaka nemendi var með ranghugmyndir um viðfangsefnið og oftar en ekki gátu hópmeðlimir leiðrétt þann misskilning með útskýringum. Algengt var að nemendur færðu rök fyrir máli sínu með því að taka sýnidæmi og voru þau þá oft tengd raunveruleika þeirra.
  Rannsóknin sýnir vel fram á notagildi hugmyndakorta í stærðfræðikennslu og á hve mörgum þáttum þau taka. Skilningur nemenda virðist eflast við það að ræða um efnið og hlusta á túlkanir bekkjarfélaga sinna.

Samþykkt: 
 • 10.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það hugsar enginn eins_Nanna Möller.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna