Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1969
Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna brottfall stúlkna úr knattspyrnu. Úrtakið í rannsókninni voru 105 stúlkur sem iðkuðu knattspyrnu árið 2002 en voru hættar þeirri iðkun þegar rannsóknin fór fram. 77 þátttakendur tóku þátt eða 73,3% og voru þeir á aldrinum 18-22 ára (meðalaldur: 19,4 ár). Haft var samband við þátttakendur í gegnum síma og spurningarlisti í 15 liðum lagður fyrir þær. Þátttakendur í rannsókninni hættu knattspyrnuiðkun rúmlega 15 ára og einungis 14,3% skilaði sér upp í 2.flokk. Helstu ástæður brottfallsins voru eftirfarandi: „fékk önnur áhugamál“ (58,4%), „lélegur félagsandi innan flokksins“ (42,9%) og „meiðsl“ (39,0%). Eftir að knattspyrnuiðkun lauk héldu 91,0% þátttakenda áfram að stunda aðrar íþróttir og/eða hreyfingu. Upphaf unglingsáranna er viðkvæmur tími og stór hluti þátttakanda hætti á því skeiði. Ástæður brottfallsins tengjast bæði hinu innra starfi félagsins sem og utanaðkomandi áhrifum. Til að koma í veg fyrir brottfall þarf að bæta hið innra starf félaganna sem og aðlaga sig að utanaðkomandi áhrifum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AnnaMaria_formali.pdf | 77.03 kB | Opinn | Formáli | Skoða/Opna | |
AnnaMaria_Fors.pdf | 63.28 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
AnnaMaria_Kapa.pdf | 52.7 kB | Opinn | Kápa | Skoða/Opna | |
AnnaMaria_Lokaverkefni.pdf | 828.52 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
AnnaMaria_Vidaukar.pdf | 103.72 kB | Opinn | Viðaukar | Skoða/Opna |