is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19690

Titill: 
  • Í eyðimörk sannleikans: Um vonbrigði, trylling og hugmyndafræði í upphafsverkum Hunter S. Thompsons
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um þrjár bækur eftir bandaríska blaðamanninn og rithöfundinn Hunter S. Thompson, Hell´s Angels, Fear and Loathing in Las Vegas og Fear and Loathing on the Campaign Trail ´72. Skrif Thompsons tóku að vekja athygli um miðjan 7. áratug síðustu aldar og varð hann áhrifamikill samfélagsrýnir í Bandaríkjunum á síðari hluta aldarinnar. Skrif hans fönguðu byltingaranda og menningarlegt umrót þjóðfélags þessara ára. Blaðamennskustíll hans, svokölluð gaspurs-blaðamennska (e. gonzo journalism) á rætur að rekja til byltingar hinnar svokölluðu nýblaðamennsku og var ný og fersk aðferð til að fara ofan í saumana á þjóðfélaginu. Thompson tók sjálfur þátt í þeim viðburðum sem hann skrifaði um og var í forgrunni texta sinna. Notkun vímuefna einkennir jafnan textana, auk þess sem mörkin milli raunveruleika og ofskynjunar eru oftar en ekki óljós. Orðræða gaspurs-stílsins verður greindur með tilliti til þess hvernig Thompson framandgerir hefðbundin stílbrögð blaðamennskunnar með meðvituðum hætti. Orðræða ofskynjunar er mikilvægur þráður í gasprinu en í henni má meðal annars greina tilraun höfundar til að skáskjóta sér undan hefðum, fastmótuðum forgerðum samfélagsins. Verk Thompsons fela í sér uppreisn gegn hugmyndafræði kapítalísmans og hinu menningarlega einsleita samfélagi.
    Í ritgerðinni verður varpað ljósi á tengsl milli verka Thompsons og hugmynda Søren Kierkegaards og rök færð fyrir því að Thompson sæki eigin hugmyndir að miklu leyti til danska tilvistarspekingsins. Skrif Thompsons eru uppgjör við umrótarár 7. áratugarins og þann byltingaranda sem lá í loftinu. Byltingin fjaraði út en verk Thompsons varðveita anda hennar. Varðveisla minninga verður skoðuð út frá bókmenntakenningum um elegískan kveðskap og grafskriftir. Fjallað verður um bækurnar í tímaröð og tengslin milli þeirra rekin.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhannes Ólafsson.pdf613.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna