is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19693

Titill: 
  • Sjálfsskoðun í trú og kærleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Að fara í gegnum sjálfsskoðun er erfið leið og vandfarin. Í ritningunni stendur „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða“. Það getur verið gott að hafa þetta vers að leiðarljósi þegar farið er í sjálfsskoðun.
    Eftir tvö ár í djáknanámi uppgvötaði ég að þetta var hluti af sjálfsskoðuninni sem ég hafði byrjað á fyrir nokkrum árum og Guð hafði leitt mig í gegnum lífið. Leiðin var oft brött og torfarin, ég átti það til að taka eitt skref fram en þrjú til baka. Versið hér að ofan var í huga mínum þegar ég fór í gegnum sjálfsskoðun mína, ég hef beðið, leitað og knúið á, þannig kynnst mínum innra manni og hef ég fundið að Guð er innra með mér, í hjarta mínu.
    Í þessari ritgerð er fjallað um hvort og hvernig leitin að innra friði og jafnvægi með leiðsögn geti linað þjáningar og læknað kvíða.
    Greiningarmódelið sem ég nota í ritgerðinni er úr trúarlífssálarfræði, ferlið er:
    1. Innri spenna, ósætti, áfall
    2. Þjáning, sjúkdómur, örvænting, angist, sjúkdómseinkenni
    3. Uppgjöf, leit að hjálp og merkingu í aðstæðum
    4. Hjálp að handan, guðlegt inngrip
    5. Sátt, fyrirgefning, lækning, heilbrigði
    Með þessu ferli ætla ég að reyna að útskýra hvernig sjálfsskoðun getur hjálpað þegar vanlíðan er orðin mikil og einstaklingurinn er búinn að týna sjálfum sér.
    Sören Kierkegaard var guðfræðingur og heimspekingur sem velti fyrir sér tilvist einstaklingsins. Carl Jung var geðlæknir og doktor í sálfræði, hann var mikill sálkönnuður og var fyrstur til að viðurkenna trúartáknin og innsæið sem djúpstæðan eðlisþátt í sálarlífi mannsins. Ég ætla að fjalla um hvað þeir skrifuðu um sjálfið og leitina inn á við og tengja við tilvist og lækningu Ólafs Tryggvasonar sem stundaði huglækningar með megináherslu á Jesú Krist sem meistarann í lífi sínu, kærleikurinn var Ólafi líf- og heilsugjafi. Ólafur skrifaði nokkrar bækur þar sem hann útskýrir andlega lækningu, lækningu að handan. Ég læt nokkrar reynslusögur frá Ólafi fylgja með þar sem sagt er frá því hvernig hann notaði huglækningar til þess að hjálpa öðrum. Eins mun ég skoða hvernig þeir leituðu í kristna trú. Að lokum skoða ég Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú sem var uppi um aldamótin 1900 og hvernig hún leitaði inn á við í sínum veikindum. Þessar fjórar persónur eru áhugaverðar á þessu tiltekna sviði vegna þess hvernig þær leituðu inn í sjálfið sitt, með kærleik í huga og Drottinn að leiðarljósi. Valgerður leitaði til Krists í bæn og öðlaðist frið í sálinni.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinunn Þorbergsdóttir.pdf732.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna