is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19694

Titill: 
 • Titill er á spænsku La perfecta casada: La mujer española desde la Edad Media hasta la época franquista
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um stöðu spænskra kvenna frá miðöldum til lok Franco tímabilsins. Hér er fjallað um hvaða hlutverk konur gengdu í samfélaginu, hvaða réttindi þær höfðu og hvernig hin kaþólska trú átti sinn þátt í að móta fyrirmyndir og í rauninni þeirra líf.
  Fyrst er sjónum beint að stöðu konunnar á 16. öld og hvernig hún þróast fram til byrjun 20. aldar, en á því tímabili urðu sáralitlar sem engar breytingar.
  Heimur konunnar takmarkaðist við heimilið og tilgangur lífs hennar var að giftast og ala af sér börn, sinna heimilisstörfunum, vera manni sínum undirgefin, fylgja kaþólskum hefðum og gæta að siðferði sínu og fjölskyldu sinnar. Í samfélagi þar sem hin kaþólska trú var í hávegi höfð var afar mikilvægt fyrir konur að fylgja kristilegum fyrirmyndum eins og Maríu mey og öðrum dýrlingum. Ímynd þeirra skipti gríðarlega miklu máli og átti heilmikinn þátt í að móta sess þeirra í samfélaginu.
  Árið 1931 var brotið blað í sögu kvenna, en það ár var Annað Lýðveldið stofnað (La Segunda República). Í framhaldi af því voru sett ýmis lög sem bættu stöðu kvenna til muna, en samkvæmt nýju stjórnarskránni voru allir Spánverjar jafnir samkvæmt lögum. Konur fengu í fyrsta skipti í sögu Spánar kosningarétt og hjónaskilnaðir með samþykki beggja aðila voru lögfestir. Þær fengu einnig aukna möguleika á vinnumarkaði og til náms, auk annarra réttinda sem þeim hafði áður ekki staðið til boða. Eftir borgarastríðið sem stóð yfir frá árinu 1936 til ársins 1939 höfðu konur misst öll þau réttindi sem lýðveldið hafði veitt þeim, en þá komst Francisco Franco til valda og kom á einræðisstjórn. Það fyrsta sem hann gerði var að afnema stjórnarskrá Lýðveldisins og koma á annarri stjórnarskrá með fornum gildum. Feðraveldið, hin kaþólska trú og þjóðernishyggja var það sem einkenndi samfélag Francos. Með nýjum lagabreytingum tókst honum að hrekja konur af vinnumarkaði og aftur inná heimilið. Sá Spánn sem Franco tókst að skapa einkenndist af fullkominni drottnun karlmannsins yfir fjölskyldu sinni. Hann kom á strangri ritskoðun á öllum miðlum landsins, en hann taldi að nútímavæðingin gæti spillt hinum hreina kaþólska hugsunarhætti Spánverja. Á meðan konur víðs vegar um heiminn héldu áfram að ná fram auknum réttindum gerðist hið gagnstæða hjá þeim spænsku, en með harðstjórn Francos var þeim skyndilega kippt úr nýju frjálslegu samfélagi sem var að myndast á fjórða áratugnum og yfir í sömu stöðu og þær voru í mörgum öldum áður.

Samþykkt: 
 • 10.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdir_forsida_1.pdf91.97 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
ritgerdir_titilsida.pdf52.9 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
BA-ritg. tilbúin.pdf327.41 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Ágrip 2.pdf52.93 kBOpinnÁgripPDFSkoða/Opna