is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19695

Titill: 
  • Heimanám nemenda á yngsta stigi grunnskólans : viðhorf kennara.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggir á megindlegri rannsókn á viðhorfum kennara á yngsta stigi grunnskóla til heimanáms. Gagnaöflun fór fram með rafrænni spurningakönnun í desember 2013 eftir að skólastjóri hvers skóla í úrtakinu hafði samþykkt hana. Kennarar fengu vefslóð, þar sem könnunin var aðgengileg, senda í tölvupósti. Alls 107 kennarar af yngsta stigi úr 30 skólum víðs vegar af landinu voru valdir með lagskiptu úrtaki og var svarhlutfall 51,4%. Tilgangur og markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að sjá hvort samræmi sé á milli viðhorfa kennara til heimanáms og hvort kennarar séu almennt ánægðir með þá heimanámsmenningu er viðgengst í þeirra skólum. Einnig var leitast við að varpa ljósi á afstöðu kennaranna til heimanáms og sjá hvort þeir vinni eftir eigin sannfæringu í þeim efnum. Rannsakandi vildi einnig sjá hvort samræmi væri á milli viðhorfa kennara í ólíkum skólum, þ.e. hvort viðhorf kennara í skólum með heimanakstur og kennara í skólum á stórum þéttbýlissvæðum væru lík eða ólík. Enn fremur var leitast við að varpa ljósi á hvort heimanámsstefnur í skólunum, ef slíkar eru til staðar, hafi áhrif á viðhorf kennaranna sem í þeim starfa. Fræðileg umfjöllun um heimanám, sögu þess og rannsóknir á því er einnig sett fram. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðhorf kennara á Íslandi til heimanáms, er almennt mjög gott. Þeir virðast þó vilja halda öllu heimanámi í lágmarki, en telja að lestri þurfi að sinna heima á degi hverjum. Rannsókn sem þessi getur haft mikið gildi fyrir skólastarf í landinu þar sem viðhorf kennara getur skapað tilefni til umræðu og breytinga þar sem þeirra er þörf.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SaraDiljá_lokaskjal.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna