is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19696

Titill: 
 • Eggert Ólafsson, skáld og náttúrufræðingur. Könnun á Réttritabók hans, málfræði og málvernd
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er gerð grein fyrir hugmyndum Eggerts Ólafssonar, skálds, náttúrufræðings og upplýsingarmanns, um íslenskt mál og stöðu þess í víðum skilningi upp úr miðri 18. öld. Helstu rit hans um þessi efni eru Réttritabók, sem hann lauk við í Sauðlauksdal árið 1762, og Stutt Ágrip þess rits sem hann tók saman stuttu síðar. Þar setti hann fram reglur sem hann taldi vænlegar til að greiða úr þeirri óreiðu sem þá ríkti í stafsetningu íslensks máls. Hvorug þessara bóka hefur verið gefin út en þær hafa varðveist í nokkrum uppskriftum. Fjallað verður um málfræði Eggerts og kenningar hans um íslenska stafsetningu eins og þær koma fram í Réttritabók og víðar.
  Eggert gagnrýndi íslenska menntamenn fyrir að skreyta mál sitt erlendum orðum um of og verður hér gerð grein fyrir því sem hann taldi nauðsynlegt að gera til að verja íslenska tungu, sem að hans mati var í mikilli hættu, og reynt að grafast fyrir um ástæður þess að Eggert ritaði Réttritabók sína og lagði svo hart að sér við verndun tungunnar sem raun ber vitni.
  Unnt er að kynnast skoðunum Eggerts á þessum málum í fleiri heimildum. Í Ferðabók hans og Bjarna Pálssonar er víða að finna athugasemdir Eggerts um stöðu íslensks máls á þeim tíma. Hann fellir dóma um hreinleik tungunnar og honum virðist málið hafa varðveist því betur sem fjær dregur ströndinni og dönskum áhrifum, en tengir það einnig lestri fornsagna. Upprunalegast taldi hann mál Austfirðinga vera því að það væri lausast við erlend orð auk þess sem framburður þeirra hefði breyst minna frá því í öndverðu en framburður annarra landsmanna.
  Loks verður getið að nokkru skáldskapar Eggerts. Hann orti m.a. langt kvæði Um sótt og dauða íslenskunnar þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af stöðu íslenskrar tungu. Í formála kvæðasafns síns gerir Eggert einnig grein fyrir helstu hugmyndum sínum um eðli og tilgang skáldskaparins.

Samþykkt: 
 • 10.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Thorkell_Olason.pdf936.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna