is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19697

Titill: 
  • Góðir hlutir gerast hægt : ferðasaga nýs kennara sem vill auka sjálfræði nemenda sinna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Helsta markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað verður á vegi nýs tungumálakennara í framhaldsskóla og hvaða leiðir kennarinn fer til að auka sjálfræði nemenda sinna sitt fyrsta ár í kennslu. Með verkfæri starfenda¬rannsókna í farteskinu leitast ég við að vinna á vel ígrundaðan hátt eftir eigin starfskenningum. Kannað er hvernig mér tekst til við að skapa hugmyndum mínum rými við þær aðstæður sem ég kenni og á sama tíma er leitast við að varpa ljósi á álit nemenda á kennsluháttum mínum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á gögnum sem safnað var skólaárið 2012-2013 sem veita eiga innsýn í vinnu mína með nemendum á þeim tíma. Gögnin samanstanda af dagbókarskrifum mínum um kennsluna, verkefnum nemenda, spurningalistum sem lagðir voru fyrir nemendur, viðtölum við þrjá nemendur og upptökum á samræðum í kennslustundum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að mér virðist ganga ágætlega við að prófa mig áfram með eigin starfskenningar og tel þætti eins og vinnuhlutfall, stöðu mína sem „nýliði“ í skólanum, góðar móttökur starfsfólks og nemenda, verklag starfendarannsókna og faglegt umhverfi skólans hafa haft jákvæð áhrif á þessa vinnu.
    Í gegnum samvinnu mína við nemendur í bekknum voru tekin skref í átt að auknu sjálfræði nemenda og sú vinna tel ég aðallega hafa skilað sér í aukinni meðvitund nemenda í námi. Ég finn það fljótlega að ég get ekki þróað starfskenningar mínar og verklag nema taka mið af því sem kemur frá nemendum í kennslustundum. Ég þurfti stöðugt að skoða hugmyndir mínar um kennslu með hliðsjón af þeim hefðum sem fyrir voru í deildinni, sem einkenndust af mikilli samræmingu á milli kennara hvað varðar námsmat. Þrátt fyrir að hafa oft pirrað mig á því að skipulagsrammi deildarinnar væri of þröngur fannst mér í lok skólaárs gott að hafa mitt fyrsta ár í kennslu haft ramma til að vinna eftir og ígrunda út frá. Mér varð fljótt ljóst að markmið mitt um að efla sjálfræði nemenda minna væri langtímamarkmið og kæmi til með að vera mér þrautaganga og að ekki væri hægt að breyta kennsluháttum ef námsmatið breytist ekki um leið. Ég var opin fyrir því að komast að samkomulagi við nemendur mína um ýmis málefni sem varðaði kennsluna. Niðurstöður gefa til kynna að nemendur vilja hafa meira um það að segja hvernig unnið er með námsefnið og ef svo er leggur nemandinn sig meira fram í náminu, en kennarinn þarf að gefa nemendum tíma að venjast því að leitað sé eftir hugmyndum þeirra í lærdómsferlinu.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19697


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Selma G. Selmudóttir.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna