is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19699

Titill: 
 • Rýnt til gagns : tilviksrannsókn á teymiskennslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu meistaraverkefni var skrifað um teymiskennslu í grunnskólum. Markmiðið með verkefninu var að auka þekkingu og skilning á teymisvinnu og teymiskennslustarfi, með því að gera tilviksrannsókn á því hvernig hún er framkvæmd í einum bekk í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður rannsókna á teymiskennslu og við kenningar um skólann sem lifandi námssamfélag. Þær rannsóknar¬spurningar sem leitað var svara við voru:
  • Hvað er það sem einkennir teymisvinnu/teymiskennslu?
  • Hverjir eru helstu kostir teymisvinnunar/teymiskennslunnar að mati kennara og skólastjóra?
  • Við hvaða örðugleika eru kennarar helst að glíma?
  Rannsóknin var tilviksrannsókn þar sem byggt var á vettvangs¬heimsóknum í skólann, þar sem fylgst var með fjórum kennurum í teymi í sex daga og tekin voru opin viðtöl við þá og við skólastjóra um viðhorf þeirra til teymis¬kennslu. Einnig var unnið uppúr gögnum sem aflað var hjá teyminu í æfinga-kennslu síðastliðið haust.
  Niðurstöðurnar benda til þess að kennarar í teyminu séu almennt ánægðir með að vinna í teymi, samvinnan og samstarfið er það sem mestu máli skiptir. Helstu kosti teymiskennslunnar töldu þau að væri samvinnan, deila ábyrgðinni, fleiri hugmyndir koma fram og að kostir hvers og eins fá að njóta sín. Örðugleikarnir sem þau helst glímdu við voru að meðlimir teyma vinna ekki endilega alltaf vel saman, tímaskortur og að fá alla meðlimi teymisins til að taka þátt.
  Í verkefninu var lögð áhersla á kenningar um skólann sem lærdómssamfélag. Skóli er ekki bara hús, ekki bara skólastofan eða skólahúsnæðið, heldur allt það mikilvæga starf sem þar fer fram. Ramminn um skólastarfsemi á hverjum stað er víðtækur og markast af því faglega starfi sem þar er unnið og þar eru markmiðssetningar, áætlanir og samstarf ýmissa aðila mjög áberandi. Í lærdómssamfélagi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað það er sem skapar góða teymisvinnu kennara og hvað þarf til að byggja upp öflugt og árangursríkt kennarateymi. Í skólanum í þessari rannsókn var unnið faglegt og gott starf, samstarfið var mikið, virðing ríkti milli starfsfólksins og allir unnu sameiginlega að því að ná fram þeim markmiðum sem sett voru hverju sinni.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  A Case Study of Team Teaching
  This dissertation is about teamwork teaching in a primary school. The goal of the project was to increase knowledge and understanding of teamwork teaching. Furthermore, the project seeks to shed light on how team teaching functions by conducting a case study of the way it is used in one class in one of the primary schools in the capital area in Iceland. The results were then measured against the results of studies of teamwork teaching and theories about school as a professional learning community. The research questions are: What defines teamwork and teamwork teaching? What is main advantage of teamwork teaching in the opinion of teachers and head teachers? What problems are the teachers mostly dealing with?
  The study was based on visits to the school where four teachers in a team were observed for six days, along with open interviews with them and the head teacher about their attitudes towards teamwork teaching. Data, acquired by the researcher last autumn during her practice teaching, was also used.
  The results suggest that in general the teachers in the team are pleased with working in a team and that teamwork and cooperation is what matters the most. The primary advantage of teamwork teaching was in their opinion cooperation, shared responsibility, increased flow of ideas and that it becomes possible to build on the qualities of the each team member, everyone´s talents get the chance to shine. The main difficulties were that the members of teams may not necessarily work well together, lack of time and ensuring participation from all the members of the team.
  In this project, a special emphasis was put on theories about the school as a learning organization. A school is not just a building and classrooms, but is also all the important work that happens there. The frame around the school in each place is vast and is established by the professional work that goes on there. The goal orientation, planning and cooperation of the various members are very prominent.
  The work in the school that was under study was professional, there was a lot of teamwork, the staff respected each other and everyone worked together towards reaching the goals that they aimed towards at any given time.

Samþykkt: 
 • 10.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rýnt til gagns, Tilviksrannsókn á teymiskennslu.pdf820.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna