is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19700

Titill: 
  • Auðginnt er barn í bernsku sinni. Vangaveltur um siðferði auglýsinga sem beint er til barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð snýst um siðfræði, börn og auglýsingar.
    Siðfræðingar sem og sérfræðingar í málefnum markaðarins og barna hafa velt því fyrir sér hvort það sé siðfræðilega forsvaranlegt að beina auglýsingum að börnum. Meirihluti þeirra svara þessari spurningu neitandi, en engu að síður fer auglýsingum fyrir börn fjölgandi.
    Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á muninn á siðferðilegum viðhorfum til auglýsinga annars vegar og raunverulegri hegðun á íslenskum auglýsingamarkaði hinsvegar. Nánar tiltekið er gengið út frá þremur rannsóknarspurningum
    1. Telja siðfræðingar það siðlegt að beina auglýsingum að börnum?
    2. Telja hlutaðeigandi aðilar á Íslandi, nánar tiltekið hið opinbera og auglýsendur, að auglýsingar sem beinast að börnum eigi rétt á sér?
    3. Hvernig ríma viðhorf siðfræðinga við viðhorf hagsmunaaðila á Íslandi?
    Viðhorf gagnrýnenda markaðsstarfs sem beint er að börnum eru skoðuð og borin saman við viðhorf markaðsafla. Fjölmiðlalöggjöf á Íslandi er skoðuð í samhengi rannsóknarspurninga og eins siðareglur Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) og samanburður gerður. Loks eru greinar fræðimanna í markaðsmálum og siðfræði skoðaðar og bornar saman við veruleikann hérlendis.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_2014_BH.pdf950.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna