Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19701
Þann fyrsta september 1972 tóku í gildi ný umdeild lög um stækkaða landhelgi Íslands sem gerðu tilkall til 50 mílna lögsögu þetta var upphaf hins svokallaða seinna þorskastríðs. Þegar varðskipin sigldu út á miðin þann 1. september mættu þeim á miðunum gamlir andstæðingar úr fyrstu stríðinu en það voru bresku togararnir sem höfðu áður barist af mikilli hörku í fyrsta þorskastríðinu. Núna mættu þeim fleiri þjóðir þá allra helst Vestur-Þjóðverjar. Bretar og Þjóðverjar voru ásamt Íslendingum fyrirferðamestir á miðunum og deildu með sér meirihluta aflans sem fannst hér um kring. Vestur-Þjóðverja hafði stundað hér við stendur verulegar veiðar um margra ára skeið líkt og Bretar og höfðu þeir byggt upp talverðan stóran og tæknivæddan úthafsveiðiflota og mikla útgerð í heimalandinu. Umfjöllunarefni þessa verkefnis er að rannsaka landhelgisdeilur Íslands og Vestur Þýskalands á árunum 1971-1975, eða hið gleymda þorskastríð. Hér verður rakinn gangur deilunnar frá byrjun til enda og skoðað þar á meðal hver voru helstu vandamálin sem samninganefndir þjóðanna þurftu að leysa. Hér verður líka leitast til þess að svara þeirri spurningu af hverju deilan féll í skuggann á deilunni við Breta og hvort Íslendinga hafi tekið á ólíkan hátt á Þjóðverjum heldur en Bretum. Helstu heimildir sem notaðar voru við gerð verkefnisins voru skýrslur og frásagnir samninganefnda Íslands, umfjöllun dagblaða og hinar ýmsu ritaðar heimildir og rannsóknir sem gerðar hafa verið um þorskastríðin.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Gleymda Þorskastríðið.pdf | 432,7 kB | Open | Heildartexti | View/Open |