is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19705

Titill: 
  • Líkaminn og réttindi hans. Kenningar Hönnuh Arendt og Judith Butler um útilokun á grundvelli líkama
Skilað: 
  • September 2014
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er tilraun til þess að gera grein fyrir réttindabaráttu hinseginfólks út frá kenningum Hönnuh Arendt og Judith Butler um útilokun. Báðir hafa þessir heimspekingar gert grein fyrir þeim hættum sem steðja að þeim einstaklingum sem ekki teljast fullgildir meðlimir samfélagsins. Hér verður gert grein fyrir mikilvægi þess að gera ráð fyrir líkamanum og líkamlegum tengslum í kenningum um pólitíska og samfélagslega útilokun og hvernig mikilvægi þess að huga að líkamanum birtist í réttindabaráttu hinseginfólks.
    Skoðuð verður umfjöllun Arendt um stöðu ríkisfangslausra og flóttamanna og gerð grein fyrir þeim takmörkunum kenningar hennar til að taka á stöðu hinseginfólks. Arendt setur fram réttinn til réttinda sem forsendu fyrir mannréttindum en það er rétturinn til að tilheyra stjórnskipulegu samfélagi sem ríkisborgari þar sem einstaklingurinn er metinn eftir gjörðum sínum og tjáningu. Hún telur að aðeins með því að öðlast slík ríkisborgararéttindi eru mönnum tryggð mannréttindi. Þegar menn eru sviptir ríkisfangi sínu eða neyðast til þess að gefa það upp á bátinn á flótta eru þeir því í raun einnig sviptir tilkalli sínu til mannréttinda. Arendt fjallar ekki um líkamann og að hvaða leiti líkamleiki kann að skilyrða stöðu einstaklingsins innan opinbers sviðs samfélagsins. Hún varpar öllu sem viðkemur líkama inn á svið einkalífsins. Líkami er því utan sviðs hins pólitíska. Kenning hennar er því ófær um að ná utan um sum form útilokunar, þar á meðal mismunun á grundvelli kynhneigðar, einst og birtist t.d. í mismunun sem LGBT-fólk hefur mátt þola.
    Butler tekur á þessum annmarka kenningar Arendt um pólitíska útilokun og vinnur áfram með kenningu hennar í ljósi lífpólitíkur (e. biopolitics). Hugtakið syrgjanleiki eða öllu heldur ósyrgjanleiki nýtist Butler til að greina skort á viðurkenningu sem hefur með líkamleika að gera. Hún hefur fjallað um lífpólitíska stöðu hinna ósyrgjanlegu (e. ungrievables), þeirra sem lifa lífum sem ekki eru talin skipta jafn miklu máli og líf annarra, og möguleika á því að lifa farsælu lífi í ljósi kúgunar. Í ljósi þessa verður gert grein fyrir mikilvægi heildrænnar sýnar á manninn sem geri ráð fyrir líkamanum sem órjúfanlegum þátt sjálfsins og það að lifa í samræmi við líkamlega sjálfsmynd sína sé því nauðsynleg forsenda farsæls lífs. Loks verður skoðað hvernig þessar hugmyndir endurspeglast í samviskufangahugtaki Amnesty International og hvernig réttindabarátta hinseginfólks tengist mannréttindabaráttu almennt.

Samþykkt: 
  • 11.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björg María Oddsdóttir - Líkaminn og réttindi hans.pdf622.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna