is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19706

Titill: 
  • „Ég á engar bernskuminningar.“ Tráma og skörun bókmenntagreina í tveimur sjálfsævisögulegum verkum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér eru verkin, W or the Memory of Childhood (1975) eftir Georges Perec og The Back Room (1978) eftir Carmen Martín Gaite, skoðuð á forsendum trámafræða og grennslast fyrir um hvernig bókmenntagreinarnar sjálfsævisaga, fantasía og sjálfsaga skarast og blandast í verkunum. Jafnframt eru verkin skoðuð með tilliti til hugmynda um póstmódernískt minni en sá þáttur er óaðskiljanlegur umfjölluninni sökum þess að hlutverk minnis er miðlægt í þessum tilteknu verkum og jafnframt í trámafræðum og sjálfsævisögum yfirhöfuð.
    Bækurnar eiga það sameiginlegt að búa yfir einkennum nokkurra bókmenntagreina. Þessi einkenni skarast vitanlega og vinna saman að frásögnum sem eru óhefðbundnar. Mörkin á milli bókmenntagreina og sú vídd sem skapast við blöndun þeirra er áhugaverð einkum vegna þess að bækurnar tvær fjalla um trámatíska reynslu. M.a. er stuðst er við kenningar Cathy Caruth og Anne Whitehead um trámabókmenntir, greiningu Rosemary Jackson á því fantasíska, kenningu Patriciu Waugh um sjálfsögur og umfjöllun Lindu Hutcheon um póstmódernisma.

Samþykkt: 
  • 11.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19706


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
égáengarbernskuminningar.pdf293.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna