is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19707

Titill: 
  • „Það er alveg öruggt að ég hef þroskast.“ Upplifun einstaklinga af atvinnuleysi og þátttöku í vinnumarkaðsúrræðinu Vinnandi vegi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megin markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig viðmælendur tókust á við atvinnuleysi ásamt því að fá innsýn í reynslu þeirra og ávinning af þátttöku í vinnumarkaðsúrræðinu Vinnandi vegi. Áhersla var lögð á að kanna áhrif atvinnuleysis á líðan viðmælenda og persónulegan ávinning þeirra af þátttöku í Vinnandi vegi. Tekin voru viðtöl við sex einstaklinga yfir þrítugu, sem voru enn starfandi á vegum úrræðisins. Vinnumarkaðsúrræðið Vinnandi vegur var sett af stað í kjölfar efnahagshrunsins 2008 sem olli mesta atvinnuleysi sem mælst hefur á Íslandi. Vitað er að afleiðingar atvinnuleysis geta verið margar og misalvarlegar. Vinnumarkaðsúrræði líkt og Vinnandi vegu hafa reynst vel í því að sporna gegn þessum afleiðingum og að koma atvinnulausum einstaklingum aftur út á vinnumarkaðinn. Helstu niðurstöður bentu til að atvinnuleysið hafi haft minni áhrif á þá sem höfðu félagslegan stuðning og voru virkir heldur en þá sem fengu lítinn stuðning og voru óvirkir. Viðmælendur voru misánægðir með upplifun sína og reynslu en einungis tveimur bauðst áframhaldandi ráðning. En flestir voru í heildina sáttir og töldu sig hafa eflst á einhvern hátt í kjölfar þátttökunnar í Vinnandi vegi.

Samþykkt: 
  • 11.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð Guðný Eyþórsdóttir.pdf877.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna