Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19710
Viðfangsefni þessa lokaverkefnis til B.A. prófs í rússnesku við Háskóla Íslands eru rússnesk ævintýri. Verkefnið er að mestu byggt á þrem rússneskum ævintýrum María Morevna, Vasílísa hin glæsilega og Tsjernúshka. Öll ævintýrin þrjú fylgja ritgerðinni í viðauka. Eftir að efni ritgerðarinnar er kynnt í innganginum þá er sérstök áhersla lögð á Vladimir Propp og verk hans Morphology of the Folktale. Annar kafli fjallar um þetta verk og hugmynd Propps um frásagnarliði sem grunneiningu ævintýra. Hér er stuðst við þýðingu á Maríu Morevna og hún borin saman við íslenska ævintýrið Vilhjálmur kaupmannssonur og Ása kóngsdóttir og eru þar þessir frásagnarliðir sérstaklega teknir fyrir.
Þriðji kafli ritgerðarinnar er helgaður Öskubuskusögum og mismunandi útgáfum þeirra. Í þeim kafla eru þýðingarnar á Vasílísu hinni glæsilegu og Tsjernúshku nýttar til þess að sýna fram á hvernig mismunandi ævintýri geta haft sameiginlega þætti. Fjórði kaflinn fjallar sérstaklega um þýðingar á ævintýrum frá rússnesku yfir á íslensku og þar er bæði farið yfir hvað var erfitt við þýðingu þessara ævintýra og gefin eru nokkur dæmi með útskýringum fyrir ákvörðunartöku þýðandans.
Ritgerðin sýnir fram á virkni núverandi flokkunarkerfa í ævintýrum en einnig að þróun á því sviði þurfi að halda áfram. Hún virkar sem byrjunarreitur fyrir frekari rannsóknir á ævintýrum, flokkunarkerfum þeirra og þýðingum a fleiri rússneskum ævintýrum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Dmitri Antonov - BA ritgerð í rússnesku.pdf | 872,58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |