is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19713

Titill: 
 • „Þessi þörf fyrir að þurfa að vera að gera eitthvað með höndunum“ : viðhorf nemenda í iðnnámi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um rannsókn þar sem leitað var eftir viðhorfum nemenda í iðnnámi til námsins og skoðað hvað varð til þess að þeir völdu tiltekna námsleið. Leitast var við að varpa ljósi á áhrifaþætti í umhverfi og lífi viðmælenda, þar með talda fyrri skólagöngu og viðhorf til list- og verkgreina í grunnskóla. Meðal annars var kannað hvaða hlutverki grunnskólinn gegndi í því að móta viðhorf viðmælenda. Jafnframt var leitað eftir viðhorfum nemenda til þess hvað þeim finnist að betur mætti fara varðandi ímynd iðnnáms á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða á hvaða hátt grunnskólinn gæti þjónustað betur þá nemendur sem hafa áhuga á að mennta sig á sviði iðngreina.
  Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins liggur í námskrárfræðum og áhrifum námskrár á val nemenda á námi eftir grunnskóla. Fjallað er um námskrár og mismunandi birtingarmyndir þeirra og hvernig þær hafa bein og óbein áhrif á viðhorf nemenda. Þá er fjallað um gildi list- og verknáms, stöðu iðnnáms og viðhorf til þess. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl þegar gögnum var safnað.
  Niðurstöður benda til þess að iðnnemum þyki list- og verkgreinar mikilvægar en að vægi þeirra í námskrá og stundaskrá í grunnskóla sé minna en annara greina sem hafi haft áhrif á þá sýn sem þeir höfðu til verknáms þegar kom að vali á námi eftir grunnskóla. Þá komu fram áhyggjur af almennum viðhorfum til iðnnáms og því hversu lítið vægi list- og verkgreinar fá innan grunnskólans sem geri nemendum erfitt fyrir að átta sig hvar áhugi þeirra og hæfileikar liggja.

 • Útdráttur er á ensku

  Views of vocational students towards their own education.
  The aim of this study is to research the views of vocational students towards their own education. The perceptions of the quality of the program were evaluated. The main purpose was to look into factors such as former education and views towards art and craft subjects in school. Also to determine reasons for choice of education and if in fact the lower secondary education had an effect on the decision making. The study also aimed to identify factors that could contribute ways for elementary schools to better meet student needs as regards to interest in art and craft subjects.
  The theoretical background of the study lies in the value and importance of art and craft and the effect the curriculum has on a student´s choice of education. Different types of curricula are discussed with emphasis on the hidden and null curriculum and the effect curricula can have on student views. The data was collected through seven qualitative research interviews.
  The main findings show that vocational students find art and craft subject important. The students also think that art and craft subjects are significantly less prominent than book subjects in curricula and time tables in elementary school. This affected their views towards vocational studies when choosing education. The students are also worried about the negative views towards vocational studies and say that because of those negative views and since art and craft are viewed as less important it will make it difficult for students to discover their interest and talents.

Samþykkt: 
 • 11.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil í skemmu.pdf730.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna