is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19715

Titill: 
 • „Það er fátt í skólasamfélaginu sem gæti ekki einhvernvegin lent inn á mínu borði.“ Verkþættir í starfi náms- og starfsráðgjafa
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna helstu verkþætti í störfum náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum. Forvitnilegt var að skoða hvaða verkþættir hafa verið taldir tilheyra starfi náms- og starfsráðgjafa og hvaða verkþættir það voru sem þeir í raun sinna. Athugað var hvort að náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum á Stór- Reykjavíkursvæðinu voru að nota aðferðir eins og heildræna náms- og starfsráðgjafaráætlun til þess að nýta tímann betur og ná betri markmiðum í starfi. Notuð var blönduð rannsóknaraðferð. Spurningalisti var sendur út á 57 starfandi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og borin saman svör þátttakenda varðandi hversu oft þeir sinntu ákveðnum verkþáttum í starfi sínu og hversu oft þeir vildu sinna þessum sömu verkþáttum. Til þess að fá betri skilning á niðurstöðum megindlegrar rannsóknar voru tekin viðtöl, þar sem rætt var við sex starfandi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
  Niðurstöður sýndu að náms- og starfsráðgjafar vildu samhæfa og styðja við heildræna náms- og starfsráðgjafaráætlun en flestir höfðu ekki tök á því að sinna þeim verkþætti. Náms- og starfsráðgjafarnir lögðu meiri áherslu á persónulega ráðgjöf en mælt er með í heildrænum náms- og starfsráðgjafaráætlunum og settu því minni tíma í náms- og starfsráðgjöf og fræðslu.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the study was to identify the main activities in the work of guidance counsellors in compulsory schools in the greater Reykjavík area. Of particular interest was to examine which activities are usually associated with vocational and educational guidance counsellors and which activities they perform. Attention was paid to whether vocational and educational guidance counsellors in compulsory schools were basing their work on a comprehensive school guidance and counseling program to maximise their efficiency and better achieve their work goals. Mixed research methods were used, questionnaires were sent to a sample of 57 guidance counsellors and interviews were held with six guidance counsellors working in schools at the compulsory education level to gain a better understanding of the quantitative results of the research. In the results, a comparison was made of how often the participants undertook specific tasks versus how often they wanted to undertake these tasks.
  The results showed that guidance counsellors want to implement a comprehensive school guidance and counseling program, but are unable to implement such a program. Guidance counsellors put more emphasis on personal counseling compared with the time ratio recommended by the comprehensive school guidance and counseling program and therefore have less time for individual planning and career education.

Samþykkt: 
 • 11.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19715


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alma Sif Kristjánsdóttir (2).pdf986.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna