is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19716

Titill: 
  • Ekki sækja allir sama byr. Þróun gildakönnunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gildi eru það sem fólk þarf til að fullnægja þörfum og er það mikilvægur þáttur sjálfskoðunar að skoða atvinnugildi einstaklinga. Starf náms- og starfsráðgjafa felst meðal annars í því að aðstoða fólk við að vinna úr upplýsingum um nám og störf og hvetja það til sjálfsskoðunar. Það mun auka líkur á ánægju og árangri í því sem viðkomandi tekur sér fyrir hendur fái hann góða ráðgjöf og hafi aðgang að góðum mælitækjum. Markmið rannsóknarinnar er að búa til notendavænt, áreiðanlegt og réttmætt mælitæki sem kannar atvinnugildi einstaklinga. Tækið gæti til dæmis nýst í ráðgjafarvefgátt um nám og störf. Spurningalisti var útbúinn út frá kenningalegum grunni og lagður fyrir úrtak, 244 íslenska einstaklinga á aldrinum 22-67 ára með fjölbreyttan bakgrun. Niðurstöður voru því næst atriða- og þáttagreindar. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að atvinnugildum sé hægt að skipta í sex þætti, samfélagsgildi, árangursgildi, stöðugildi, vellíðunargildi, öryggisgildi og sjálfstæðisgildi og greindist kynjamunur á þrem þáttum, konur voru hærri í samfélagsgildum og vellíðan og karlar hærri í sjálfstæðisgildum.

  • Útdráttur er á ensku

    What people want and/or expect to get from the work they have, or want to have are called work values. Values and needs are closely related, but values are what people need to fulfill needs. Guidance and vocational counselors help people to go through information about studies and jobs and encourage them to explore themselves. This with added tools to measure interest, values and abilities will increase the possibility of a happy and productive worker. The goal of this research is to make an easy, consistent and reliable tool that explores work values. A survey was made based on theories, and 244 Icelandic people took part. The outcome was then analysed, both with item analysis and factor analysis. The results suggest there are six types of work values to be found in the Icelandic nation. The values are community, achievement, recognition, well being, security and independence. There is some gender difference, females where higher in community and happiness values while males where higher in independence.

Samþykkt: 
  • 11.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín G Bergsdóttir.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna