is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19721

Titill: 
  • „Menningin er svo mikilvæg, allir eiga að geta fengið að sjá hana.“ Rafræn skráning á menningarminjum
  • Titill er á ensku "Culture is so Important, Everyone should have Access to it." Digital Documentation of Cultural Heritage
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna rafræna skráningu menningarminja á Íslandi. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru átta hálfopin einstaklingsviðtöl við starfsmenn sex menningarminjastofnana. Að auki voru frekari gögn fengin með fyrirspurnum um efnið til tengdra aðila. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í rafræna skráningu á menningarminjum með því að rýna í þá rafrænu gagnagrunna sem menningarminjar eru skráðar í og þau gögn sem eru skráð. Skoðað var hvaða verklag var stuðst við og hvernig aðgangi að gögnum var háttað. Eins var samstarf og samræming á milli stofnana sem skrá menningarminjar á rafrænan hátt athugað sem og viðhorf viðmælenda til skráningarinnar og mögulegrar framtíðarþróunar á sviðinu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fjölmargir mismunandi gagnagrunnar eru nýttir til að skrá menningarminjar með rafrænu móti. Skortur er á samræmdri skráningu svo sem hvað varðar ítarleika og efnisorðagjöf. Sums staðar skortir verklagsreglur og staðla en á flestum stöðum er unnið að því að innleiða þá þætti. Setja þarf fram áætlanir um uppfærslu á sniðmótum og tölvukerfum til að fylgja tækniþróun eftir. Rannsóknin sýndi skort á samvinnu og samþættingu á milli stofnana sem sjá um rafræna skráninu menningarminja. Heildarskipulag og opinbert yfirlit skortir en það er nauðsynlegt að móta heildstæða stefnu til að stuðla að auknu samræmi og aðgengi. Stjórnsýslan er vanbúin til að gegna skyldum sínum gagnvart gögnunum, aðallega vegna fjárskorts og skorts á stefnumótun. Til að tryggja stöðu menningararfsins, það er að segja gagnanna sem þjóðararfs, verður að koma á heildrænni stefnumótun um rafræna gagnagrunna og skráningu í þá. Slík stefnumótun er til þess fallin að bæta stöðu rafrænnar skráningar menningarminja, auk þess sem hún getur leitt til úrbóta og framþróunar sem unnt er að byggja á til framtíðar.

Samþykkt: 
  • 11.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DigitalCulturalHeritage.pdf853.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna