is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19722

Titill: 
  • Bókasöfn og börn á einhverfurófi. Möguleikar í bættri þjónustu og aðgengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um hvaða möguleika bókasöfn hafa til að bæta þjónustu sína við börn á einhverfurófi. Með því að afla sér fræðslu og þekkingar geta bókasöfn veitt þessum börnum betra aðgengi að þjónustu og þar með bætt lífsgæði þeirra og mögulega vegið á móti félagslegri einangrun þeirra.
    Ritgerðin skiptist í sex meginkafla auk inngangs, lokaorða og heimildaskrár. Í fyrsta kafla verður gerð grein fyrir röskunum á einhverfurófi. Því næst verður rætt um ýmis atriði sem snúa að börnum og notkun þeirra á bókasöfnum. Síðan er kafli þar sem sagt er frá atriðum sem snúa að því hvernig hægt er að aðlaga þjónustu safna að þörfum barna með einhverfu. Þá kemur kafli um skipulagt barnastarf á bókasöfnum. Þar á eftir verður fjallað um mikilvægi lesturs og val á safnkosti. Að lokum verður gerð grein fyrir hvernig hægt er að styðja við börn á einhverfurófi þannig að þau geti nýtt sér bókasafnið í námi.
    Af heimildunum má draga þá ályktun að bókasöfn geti gert töluvert til að koma til móts við börn á einhverfurófi. Samkvæmt því sem fram kemur er hægt að gera fremur einfaldar aðlaganir sem geta þó haft mikil áhrif til að gera heimsóknina á bókasafnið ánægjulegri. Það má jafnframt álykta sem svo að aukin þekking starfsfólks bókasafna á einhverfurófsröskunum og frumkvæði til að nýta þá þekkingu í bætingu á þjónustu geti þó haft mest áhrif til framtíðar.

Samþykkt: 
  • 11.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd.pdf646.69 kBLokaður til...01.01.2134HeildartextiPDF
yfirlysing vt.pdf397.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF