is Íslenska en English

Grein

Háskólinn á Bifröst > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19724

Titill: 
 • Nýi sáttmáli : deilur um samband Íslands og Danmerkur 1906-1909
Útgáfa: 
 • Desember 2013
Útdráttur: 
 • Í greininni eru raktar deilur um samband Íslands og Danmerkur á árunum 1906-1909. Stuðningsmenn uppkastsins svokallaða, sem ætlað var að koma í stað stöðulaganna frá 1871, biðu mikinn ósigur í kosningum 1908. Tilgangur greinarinnar er að varpa nýju ljósi á það af hverju uppkastið var fellt með því að greina orðræðu áranna 1906-1908. Á þessum tíma urðu markmið Íslendinga skýrari og hugtaka- og orðanotkun breyttist. Í stað þess að nota frjálst sambandsland sem meginhugtak við að skilgreina samband Íslands og Danmerkur, tók hugtakið fullvalda ríki við. Gamli sáttmáli skilgreindi þó áfram réttarstöðu Íslands. Umræða áranna 1906-1908 um væntanlegar samningaviðræður við Dani og deilurnar um uppkastið mótaðist mjög af þeim lagalegu og sögulegu rökum sem Jón Sigurðsson hafði mótað um miðja 19. öld og höfðu enn mikil áhrif. Á þeim tíma sem rannsóknin nær til komu þó bæði fram efasemdir um gildi þess að nota Gamla sáttmála sem grundvöll fyrir réttarstöðu Íslands og rök þess efnis að betra væri að vísa í náttúrlegan eða siðferðilegan rétt þjóðarinnar til sjálfstæðis en gamla samninga.

 • Útdráttur er á ensku

  This article traces the debate on the proper form of union between Iceland and Denmark between 1906 and 1909. The so-called Draft, a proposed union treaty with Denmark that would have replaced the 1871 Positional Law, was defeated in the election of 1908. The main purpose of the article is to cast new light on why the Draft was defeated by analyzing the relevant political discourse between 1906 and 1908. During this time, the goals of the Icelanders who advocated more autonomy from Denmark changed, as did they way they used words and concepts. Instead of using “free union country” (frjálst sambandsland) as the main concept to define the relationship with Denmark, the concept of “sovereign state” (fullvalda ríki) took over. The Old Treaty of 1262 was, however, still used to define the baseline for Iceland’s legal position. The nationalist discourse of this period was still dominated by legal and historical arguments that Jón Sigurðsson formulated in the middle of the nineteenth century. There was, however, increasing skepticism about using the Old Treaty to define Iceland’s legal position and a willingness to refer instead to the natural or moral rights of the nation.

Birtist í: 
 • Samtíð / An Icelandic journal of society and culture. 2013, 1. árg. (1), 1
ISSN: 
 • 2298-2396
Athugasemdir: 
 • Ritrýnd grein
Samþykkt: 
 • 11.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birgir Hermannsson -- Nýi sáttmáli.pdf480.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna