is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19725

Titill: 
 • Lífsgæði og þarfir sjúklinga eftir lokun deildar: Samanburður á lífsgæðum og þörfum fyrir og eftir lokun deildar
 • Titill er á ensku Quality of life and need assessment changes in individuals with severe mental illness: A 5-year follow-up study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi rannsókn var gerð á sjúklingum með geðklofa og lyndisröskun og var endurtekin fimm árum eftir að hún hafði verið gerð upphaflega. Sjúklingarnir voru allir skráðir á dagdeild geðsviðs Landspítala Háskólasjúkrahúss í meira en eitt ár árið 2008. Alls uppfylltu 47 sjúklingar skilyrðin og höfðu viðtöl verið tekin við þá á því ári. Sjúklingarnir mátu þarfir sínar í viðtölunum og var stuðst við Camberwell Assessment of Need (CAN). Einnig höfðu verið tekin viðtöl við sjúklinga varðandi lífsgæði og þar var stuðst við lífsgæðalistann Lancashire Quality of Life Profile (LQoLP) en sá listi inniheldur einnig Rosenbergs sjálfsmats skala. Fimm árum síðar voru samskonar viðtöl tekin við 30 þeirra, en sú breyting hafði orðið á högum þeirra að deildinni hafði verið lokað tveimur árum fyrir seinni viðtölin. Niðurstöður sýna að lífsgæðum þátttakenda hefur hrakað (-0.28), þrátt fyrir að sýna ekki marktækt vegna lítils fjölda. Þátttakendur meta fleiri þarfir óuppfylltar eftir lokun deildarinnar og þriðjungi færri eiga traustan vin. Fylgni er milli lífsgæða og metinna óuppfylltra þarfa en meiri fylgni við lífsgæði hefur gott sjálfálit.
  Efnisorð: mat á þörfum, lífsgæði, aðalumönnunaraðili, alvarlega geðsjúkir og afstofnanavæðing

 • Útdráttur er á ensku

  The present study is a 5-year follow-up study of patients with schizophrenia and mood disorders, who were patients on a day-clinic in Landspitali University Hospital, Reykjavik, Iceland for more than one year in 2008. In all, 47 patients fulfilled the criteria and were interviewed that year at a baseline. Their needs were independently rated by themselves according the the Camberwell Assessment of Needs (CAN). The interview with the patients also included quality of life assessed by the Lancashire Quality of Life Profile (LQOLP) which includes the Rosenberg self-esteem scale..Five years later, 30 of them also participated in follow up study, but in the meantime the day-clinic had been closed tvo years before follow-up. Over the 5-year follow–up quality of life of the subjects had deteroriated (-0.28) although not statistically significant owing to the small sample size and they had more unmet needs (+0.4). At follow-up one third fewer subjects reported no reliable friend. Quality of life correlated with few unmet needs to a minor extent and more strongly with the level of self-esteem.
  Keywords: need assessment, quality of life, key workers, severely mentally ill and deinstutionalise.

Styrktaraðili: 
 • Félagsráðgjafafélag Íslands
Athugasemdir: 
 • Verkið er rannsóknarskýrsla og grein sem birta á í erlendu ritrýndu tímariti.
  Netföng höfundar: krola@landspitali.is, krola@live.dk
Samþykkt: 
 • 11.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19725


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni sept.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna