en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19733

Title: 
  • Title is in Icelandic Konur í uppreisn: Áhrif Arabíska vorsins á kvenréttindi í Egyptalandi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð verður fjallað um kvenréttindi í Egyptalandi. Athugað verður hafa áhrif nýyfirstaðin stjórnarbylting hefur haft á stöðu kvenna í landinu. Ritgerðin flokkast undir kynjamannfræði og er meginhugtak hennar kyngervi (e. gender). Kvenréttindi eru skilgreind út frá CEDAW sáttmála Sameinuðu þjóðanna en miðað við þá skilgreiningu voru réttindi kvenna fótum troðin í Egyptalandi Mubaraks. Þegar bylting skall svo á voru konur í fremstu víglínu og virkir gerendur í henni allri. Vonin var sú að kynjajöfnuður myndi skila sér út í samfélagið eftir byltingu. Annað kom á daginn og konur hafa að mörgu leiti verið útilokaðar frá uppbyggingu samfélagsins og ofbeldi gegn konum hefur aukist til muna síðan byltingunni lauk. Fræðimenn hafa leitt að því líkum að kynferðisofbeldi sé beitt markvisst til að hræða konur aftur til síns hefðbundna félagslega hlutverks. Í lokaorðum verða færð fyrir því rök að ólíkt því sem virðist í fyrstu hafi kvenréttindabaráttan skilað árangri og aukið ofbeldi sé viðbragð valdhafa sem óttast þær raunverulegu félagslegu breytingar sem þeir horfa upp á.

Accepted: 
  • Sep 12, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19733


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Helga Geirsdóttir (1).pdf518.68 kBOpenHeildartextiPDFView/Open