is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19734

Titill: 
  • Titill er á þýsku Des Knaben Wunderhorn. Eine Gedichtanalyse im Hinblick auf die Symbole der Gedichte der Gedichtsammlung
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Höfuðviðfangsefni ritgerðarinnar er safn þýskra þjóðkvæða og –vísna, Des Knaben Wunderhorn. Hér verður fjallað um tilurð þess og áhrif á þýska ljóðagerð. Tónlist hefur verið samin af ýmsum þekktum tónskáldum við mörg kvæðanna og verða sönglög Gustavs Mahlers sérstaklega skoðuð hér. Textar við tvö af sönglögum hans, samin við ljóð úr safninu, verða ljóðgreind, ásamt upprunalegu kvæðunum og þau borin saman.
    Í kringum 1770 átti sér stað í Evrópu aukin þjóðernisvakning, sem endurspeglaðist m.a. í áhuga á þjóðvísum og þjóðlögum. Undir áhrifum þessarar vakningar héldu skáldin Clemens Brentano og Achim von Arnim af stað að safna saman þýskum þjóðvísum. Afraksturinn gáfu þeir út í þremur bindum á árunum 1805 – 1808. Ljóðasafnið inniheldur yfir 700 ljóð, en er þó ekki óumdeilt, fyrst og fremst vegna þess þeir félagar eru taldir hafa ritstýrt ljóðunum einum of mikið. Ljóðasafnið hafði þó mikil áhrif á þýska ljóðagerð. Af ljóðum í safninu hrifust einnig mörg tónskáld og sömdu tónlist við mörg þeirra. Þar af hafa sönglög Gustavs Mahlers orðið hvað þekktust. Hann var mikill aðdáandi ljóðanna og samdi sönglög við yfir 20 ljóð úr safninu ásamt því að nýta sér efnivið nokkurra sönglaga í aðra, þriðju og fjórðu sinfóníu sína. Eins og Brentano og Arnim umgekkst Mahler ljóðin af hæfilegri virðingu; hann setti stundum saman tvö ljóð, eða bætti við þau frá eigin brjósti til að búa til texta við sönglög sín. Í rannsóknarspurningu er því velt upp hvort og þá hvaða munur sé á táknmyndum upprunalegu ljóðanna og söngtextum Mahlers og hvernig og hvort sá munur breyti merkingu ljóðanna. Í meginkafla ritgerðarinnar eru táknmyndir ljóðanna skoðaðar og ljóðin túlkuð og borin saman. Að lokum eru helstu niðurstöður reifaðar.

Samþykkt: 
  • 12.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19734


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdir_forsida_1.pdf29.16 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
ritgerdir_titilsida.pdf6.17 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Wunderhorn-lok.pdf531.65 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna