is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19736

Titill: 
 • „Það eru flöskuhálsar í kerfinu.“ Reynsla deildarforseta og umsækjenda af ráðningarferli í akademísk störf við Háskóla Íslands
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hafa miklar breytingar átt sér stað í umhverfi háskóla.
  Háskólum hefur fjölgað og samkeppni aukist. Í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 jókst atvinnuleysi og fjölmargir hófu háskólanám að nýju. Fjölgun nemenda kallaði á fleiri akademíska starfsmenn. Samkeppni um störf sem losnuðu var hörð. Í ljósi kreppunnar var ekki ráðið í eins mörg störf og hefði þurft. Margir umsækjendur voru um hvert starf. Í ljósi þessara breyttu aðstæðna er brýnt að rannsaka gæði ráðningarferils við opinbera háskóla.
  Til þess að meta gæði ráðningarferils og tengsl við mannauðsstefnu var Háskóli Íslands skoðaður sem tilvik í þessari rannsókn. Markmið rannsóknar var að komast að því hver væri upplifun og reynsla deildarforseta og umsækjenda af ráðningarferli við Háskóla Íslands. Rannsóknarspurningin er: Hver er reynsla deildarforseta og umsækjenda um gæði ráðningarferils í akademísk störf við Háskóla Íslands?
  Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og tekin viðtöl við valda deildarforseta og umsækjendur af öllum fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Stuðst var við aðferð fyrirbærafræði við greiningu viðtala til þess að öðlast skilning á upplifun þátttakenda á viðfangsefninu. Fræðilegt sjónarhorn var úr heimi mannauðsstjórnunar, með sérstaka áherslu á ráðningarferil, samskipti, leiðtogamennsku, hollustu og gæði.
  Helstu niðurstöður benda til þess að Háskóli Íslands þurfi að efla gæði ráðningarferils og skerpa á tengslum starfsmanna sem koma að ráðningarferlinu. Umsækjendur um störf upplifðu mikið samskiptaleysi og skort á upplýsingum í öllu ráðningarferlinu. Niðurstöður leggja áherslu á mikilvægi þess að Háskóli Íslands virki betur mannauðsstefnu sína. Hér er lagt til að útvíkka þá stefnu með því að brúa gjá sem felst í samskiptaleysi Háskóla Íslands við umsækjendur. Þannig getur Háskóli Íslands auðveldað leiðina að því að verða meðal 100 bestu háskóla í heimi.
  Lykilhugtök rannsóknar eru samskipti, ráðningarferill, gæði og stjórnun

Samþykkt: 
 • 12.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19736


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MeistararitgerðSKEMMAN.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna