is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19742

Titill: 
  • Tæki tækifæra: Hlutverk samvinnu og umhverfis í framúrskarandi sköpun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður kannað hvaða félagslegu þættir ýta undir framúrskarandi sköpun þegar kemur að hjólabrettum. Einnig verður kannað hvaða áhrif umhverfi og aðstaða hefur á þróun og framfarir í hjólabrettaíþróttinni á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að afla upplýsingum um aðstöðu til iðkunar og kanna hvaða þættir iðkendur telja mikilvæga fyrir framgang íþróttarinnar á Íslandi. Þrjú hálfstöðluð viðtöl voru tekin við iðkendur sem hafa undanfarin ár skarað framúr á sviði hjólabretta. Þessi viðtöl ásamt vettvangsathugunum gefa innsýn inn í hugarheim iðkenda og hvaða viðhorf þeir telja mikilvæg til að ná að þroskast og þróa með sér færni. Kenningar um samvinnuhringi eru notaðar til að greina svör þátttakenda. Saga hjólabretta verður reifuð og sett í samhengi við það markaðsumhverfi sem nútímaiðkendur lifa í. Mikilvægt er að afla upplýsinga um félagslegt umhverfi hjólabrettaiðkenda, þar sem bakrunnur iðkenda er fjölbreyttur og iðkendum fer fjölgandi. Niðurstöður sýna að um mikla samheldni er að ræða hjá iðkendum og tilfinningar skipa stórann þátt í hjólabrettaheiminum.

Samþykkt: 
  • 15.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd.pdf451.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna