is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19743

Titill: 
 • Sýn fjögurra framhaldsskólakennara á skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í lokaverkefni þessu er fjallað um menntastefnuna ʽSkóli án aðgreiningarʼ og sýn fjögurra kennara í einum framhaldsskóla á hana. Einnig er stefna skólans skoðuð og hvernig hún kemur heim og saman við stefnu ʽskóla án aðgreiningarʼ. Markmið verkefnisins var að fá innsýn í viðhorf kennaranna til skóla án aðgreiningar og hvernig þeir töldu sig í stakk búna til að starfa eftir henni. Í bakgrunnsköflum er fjallað um réttindi til náms, einstaklingsvæðingu, skóla án aðgreiningar, réttlæti og félagslega mismunun.
  Rannsókn þessi byggði á eigindlegri aðferðafræði. Þátttakendur hennar voru fjórir framhaldsskólakennara. Gagna var aflað með tvennum hætti. Fyrst með skjalagreiningu þar sem rýnt var í stefnuskjöl skólans og dregin úr þeim lykiltextar sem varða starfsemi skólans. Í kjölfar skjalagreiningarinnar fóru fram hálf opin einstaklingsviðtöl við valinn hóp innan skólans.
  Niðurstöður rannsóknar þessarar leiddu í ljós að kennararnir voru með ákveðna sýn á stefnuna ʽSkóli án aðgreiningarʼ þó þeir væri ekki með inntak hennar alveg á hreinu. Þeir voru mjög jákvæðir gagnvart henni og töldu sig allir vera að starfa að því að mæta þörfum nemenda og koma til móts við þá þar sem þeir eru staddir í sínu námi. Það sem virtist einna helst standa í vegi fyrir því að það gengi upp eru hópastærðir í áföngum en hóparnir eru oft og tíðum afar stórir. Kennararnir eru allir með mismunandi menntun og þar af leiðandi misvel undir það búnir að starfa með fjölbreytta nemendahópa.
  Hvað stefnu skólans varðaði þá voru kennararnir á því að þetta væri skóli fjölbreytileikans og að hann væri öllum opinn. Samkvæmt skjölum skólans þá leggur hann áherslu á að allir séu metnir að verðleikum, að kennsluhættir séu fjölbreyttir og taki mið af ólíkum þörfum nemenda. Einnig kemur þar fram að skólinn veitir nemendum með sérþarfir þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Grunnhugmyndafræðin í þeim skjölum sem marka ytri ramma skólans er sú að skólinn eigi að starfa í anda skóla án aðgreiningar og að skipulag náms og kennslu þurfi að vera með þeim hætti að skólinn geti mætt ólíkum námsþörfum nemenda sem er í anda skóla án aðgreiningar. En það að vera með starfandi starfsbraut er í hálfgerði mótsögn við það sem menntastefna skóla án aðgreiningar stendur fyrir.
  Kennarar gegna lykilhlutverki í innleiðingu menntastefnunnar ʽSkóli án aðgreiningarʼ. Jákvæð viðhorf skipta sköpum fyrir framgang stefnunnar. Kennarar þurfa að taka höndum saman við að reyna skapa námsumhverfi fyrir alla nemendur.

 • Útdráttur er á ensku

  This M.Ed. dissertation is submitted to The Faculty of Education Studies, School of Education at the University of Iceland. It explores the angle of four upper secondary school teachers towards inclusion. The purpose of the study is to describe and discuss how upper secondary school teachers interpret the policy of inclusive education and whether they feel they can work in practice in accordance with its main ideas. The background chapters include the rights to education, individualization, inclusive education, justice, social discrimination, democracy and communication.
  This study is based on qualitative methodology. The participants were four upper secondary school teachers. Data was collected in two ways, first with document analysis then with semi-structured individual interviews with a selected group within the school.
  The results showed that the teachers have a certain vision of the concept inclusive education and they are very positive about this educational policy . They believe that they are all working to meet the needs of the students and to accomodate them where they are in their learning. It seems what is mainly standing in the way of meeting individual needs are the sizes of the student croups, they are often very large. They all have different education and consequently not all as prepared to work with the diversity of the students. What school policy is concerned, the teachers all say that this is a school of diversity, and that it is open to all students who want to register.
  According to the school documents, the school puts emphasis on that all students are judged on merits, the teaching methods are varied and take it into consideration that students have different educational needs. The documents also declare that pupils with special needs get what they require to study there. What concernes the school policy, the teachers say that the school is a school of diversity, and that he is open to all. The policy states that the school provides pupils with special educational needs required services. The basic ideology of the documents that defines the outer frame of the school is that the school should work in a spirit of inclusion. But being with a seperate special education department is in a bit of a contrast to what inclusive education stands for.
  Teachers play a key role in implementing an educational policy like inclusion. Positive attitudes are critical to the success of the policy. Teachers need to work together in creating a learning environment for all students.

Samþykkt: 
 • 15.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hermina_iris_lokaskjal.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna