en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19744

Title: 
  • Title is in Icelandic Lestur góðra bóka!
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í lokaverkefni þessu til B.Ed.-prófs við Háskólann á Akureyri, vorið 2014, verður fjallað um mikilvægi bókalesturs fyrir mál- og læsisþróun barna á leikskólaaldri. Til þess að gera grein fyrir þessu er fyrst að finna almennan kafla um þróun máls og læsis. Í honum verður lagður grunnur að mikilvægi máltöku barna, málþroska þeirra og bernskulæsis. Greint er frá kenningum fræðimannanna Noam Chomskys, B.F. Skinners, Lyv Vygotsky og Jean Piagets um máltöku barna. Stigum málþroskans og mikilvægi bernskulæsis eru einnig gerð góð skil. Þessa þætti er hægt að efla með lestri bóka en bókalestur getur verið afar fræðandi á margvíslegan hátt. Bækur hafa að geyma margvíslegan fróðleik og getur verið misjafnt hvað þær kenna. Allar eiga þær þó sameiginlegt að veita gleði og ánægju. Vel skrifaðar bækur bæta orðaforða barnananna og þróa bernskulæsi þeirra.
    Þó að foreldrar, kennarar og aðrir sem standa barninu næst lesi reglulega fyrir það þá hefur umhverfið einnig mikil áhrif á mál- og læsisþróunina. Læsishvetjandi umhverfi heima og í leikskólum á því að hvetja til bókalestrar og leiks þar sem leikið er með læsishvetjandi efnivið. Einnig er mikilvægt að allir sem umgangast barnið séu góðar fyrirmyndir og sýni því hvernig á að lesa, hvert mikilvægi lestrar sé og hvernig lestur getur nýst í mörgum verkefnum. Aðferðir til lestrar fyrir börn eru jafnframt margar og í þessu verkefni verða tvær aðferðir kynntar. Aðferðirnar byggjast m.a. á því að orð í bókum eru útskýrð, spurt er opinna spurninga og hvatt er til samræðna um efni bókarinnar.

Accepted: 
  • Sep 15, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19744


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.ed..pdf349.42 kBOpenHeildartextiPDFView/Open