is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19747

Titill: 
 • „Það er vinna að vera með ADHD“ : skilningur og upplifun sex unglinga með ADHD greiningu á athyglisbresti með eða án ofvirkni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin er eigindleg og hefur það markmið að ná fram upplifun unglinga með ADHD greiningu af athyglisbresti með eða án ofvirkni og áhrifum þess á líf þeirra. Lagt var upp með rannsóknarspurninguna:
  Hvernig skilja og upplifa unglingar með ADHD athyglisbrest með eða án ofvirkni (AD(H)D)?
  Öflun upplýsinga fór fram með viðtölum við sex unglinga sem hafa fengið ADHD greiningu. Leitast var við að fá fram hver skilningur þeirra er á ADHD og hvernig þeim finnst að lifa með það. Rætt var um ADHD einkenni, sjálfsmynd, áhrif fjölskyldu, vina, kennara, lyfjanotkun og viðhorf sem þeir upplifa frá öðrum eða telja ríkjandi gagnvart fólki með ADHD.
  Kenningarlegur grunnur rannsóknar er annars vegar félagsleg hugsmíðahyggja/mótunarhyggja, sem hefur áhrif á hugmyndir mínar um fötlun og kenning um táknbundin samskipti sem skýrir að hluta hegðun þátttakenda; hins vegar er stuðst við læknisfræðilegar og sálfræðilegar kenningar um ADHD, sem einnig skýra hegðun þátttakenda.
  Niðurstöður rannsóknar sýna að ADHD virkar sterkt á tilfinningar og getur valdið „tilfinningalegri óreiðu” og „frestunaráráttu”. Til að koma jafnvægi á líðan þarf gott skipulag og stuðning um skipulagið. Félagslegur stuðningur er nauðsynlegur, lyfin breyta engu í því tilliti. Hins vegar gagnast þau til þess að takast á við krefjandi nám og aðstæður í skóla. Einbeiting og úthald verður betra. Þrátt fyrir það verða þátttakendur varir við fordóma í samfélaginu gagnvart lyfjanotkun.
  Af niðurstöðum rannsóknar má draga þær ályktanir að það skortir vettvang fyrir almenna fræðslu um ADHD í samfélaginu, sérstaklega frá fólki sem er með ADHD. Þátttakendur nefna að staðalímynd um ADHD og viðhorf annarra til þeirra auki enn frekar á erfiðleika. Fræðsla myndi mögulega vinna gegn þeim fordómum sem þátttakendur finna fyrir og auka skilning, bæði frá öðrum og sjálfsskilning.
  Af niðurstöðum rannsóknar má einnig draga þá ályktun að félagslegur stuðningur í skóla myndi bæta líðan og námsárangur nemenda með ADHD.
  Lykilorð: ADHD, unglingar, skilningur, upplifun, áhrif.

Samþykkt: 
 • 15.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19747


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla Gígja Garðarsdóttir.pdf501.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna