is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19749

Titill: 
 • Væntingar nemanda til Háskóla Íslands. Markaðsmál háskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Væntingar viðskiptavina og stjórnun væntinga þeirra er lykill að því að ná fram ánægðum viðskiptavinum. Með reglulegu eftirliti er hægt að greina hverjar væntingar viðskiptavina fyrirtækis eru og stjórna og móta væntingar viðskiptavinarins til að gefin loforð standist.
  Hér verður fjallað um stöðu væntinga og þá sérstaklega stöðu væntinga við Háskóla Íslands og hver upplifunin er og hvernig útkoma stjórnunar er, en stjórnun væntinga skiptir gríðarlegu máli þegar kemur að námi í háskóla. Háskólanám er fjárfesting til margra ára fyrir nemandann og því er nemandinn með einhverjar væntingar þegar verið er að hefja nám við háskólann. Skiptir því máli að væntingarnar séu í samræmi við gefin loforð sem háskólinn gefur frá sér í formi auglýsinga og annarra utanaðkomandi kynninga. Einnig skiptir máli að þessi loforð séu rétt framkvæmd og þeim viðhaldið.
  Gerð var rannsókn sem lögð var fyrir nemendur sem stunda nám við þrjár deildir háskólans: Viðskiptafræðideild, lögfræðideild og byggingar- og iðnverkfræðideild. Var sú rannsókn þannig framkvæmd að nemendur við þessar deildir tóku könnun og var sú könnun svo skoðuð og túlkuð.
  Rannsóknin var þannig framkvæmd að fyrst voru nemendur sem voru við það að hefja nám við þessar deildir beðnir um að taka þátt og svo voru nemendur á þriðja ári beðnir um að taka þessa rannsókn og voru niðurstöðurnar bornar saman til að sjá hvort að væntingar nemenda til námsins hafi staðist eða ekki.
  Helstu niðurstöður eru að nemendur eru almennt ánægðir með háskólann og stenst háskólinn almennt væntingar sem nemendur bera til námsins í þessum deildum. Einnig er vert að taka fram að bæði fyrsta árs nemar og þriðja árs nemar völdu Háskóla Íslands fram yfir aðra sambærilega skóla vegna verðs og almennt betri gæða. Háskólinn þarf hins vegar að hafa í huga að mjög fáir sem tóku þátt í rannsókninni töldu að auglýsingar og kynningarefni sem háskólinn gefur út hafi haft áhrif á hvort Háskóli Íslands yrði valinn fram yfir aðra háskóla.

Styrktaraðili: 
 • Háskóli Íslands
Samþykkt: 
 • 15.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðsmál Háskóla.pdf424.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna