is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19754

Titill: 
  • Barbara M. W. Árnason. Tréstungur og vatnslitir, sameining ólíkra miðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um listakonuna Barböru Árnason og meðferð hennar á tréstungum og vatnslitum. Leitast verður við að skoða mótunarár og æsku Barböru og hvernig sú mikla nálægð við náttúruna sem hún bjó við á þeim tíma hafði áhrif á listsköpun hennar. Í byrjun ferilsins vann Barbara mikið með tréstungur og voru myndir hennar einstaklega fínlegar og í mikilli nálægð við myndefnið sem oftast nær var sótt til náttúrunnar. Þrátt fyrir að hafa náð góðum tökum á tréstungunum, hentaði sá miðill ekki Barböru þegar fram í sótti sökum þess hve seinunnin hann var og einbeitti hún sér þá að notkun vatnslita. Hún og eiginmaður hennar ferðuðust víða, bæði innanlands og utan og hentaði Barböru betur að mála á þeim ferðalögum sínum. Hún fór að nota vatnsliti í æ ríkara mæli þar sem hún hafði fengið góða þjálfun í notkun þess miðils í listnámi sínu í Englandi. Barbara naut mikilla vinsælda hér á landi fyrir portrett vatnslitamyndir sínar af börnum, en sjálf hafði hún minni ánægju af gerð þeirra þar sem það tók tíma frá hennar frjálsu listsköpun. Barbara hafði áhuga á að reyna sig við nýja hluti í listsköpun þrátt fyrir að bæði náttúra og dýr væru hennar helsta viðfangsefni. Það var ekki fyrr en á lokaárum listferils síns að hún náði að sameina tréstungulist sína og vatnsliti. Við gerð þeirra verka notaðist Barbara við masónít viðarplötur sem hún skar út í og málaði hvern flöt fyrir sig og þrykkti á pappír. Hún var ekki fyrst manna til að nota við slíkar viðarplötur í grafík listsköpun en hún var á meðal þeirra fyrstu til að sameina þá aðferð vatnslitum. Það eru því tréstungur hennar og vatnslitaþrykk sem halda nafni hennar á lofti í grafíklistheiminum í dag.

Samþykkt: 
  • 16.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Barbara Árnason, tréstungur og vatnslitir..pdf2.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna