is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19765

Titill: 
  • Flokkun aðdáenda vörumerkjasíðna á Facebook: Hvaða aðdáendur eru fýsilegastir?
  • Titill er á ensku A typology of Icelandic Facebook fans: What fan group is the most desirable?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Internetið er orðið mikilvægt tól í markaðsstarfi og í dag eru mörg fyrirtæki með vörumerkjasíðu á samfélagsmiðlinum Facebook. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að vita hverjir aðdáendur síðunnar eru og hvað virkar best til þess að auka umtal og bæta tryggð viðskiptavina. Til þess að vita hvaða aðdáendur eru fýsilegastir, ákvað höfundur að framkvæma þessa rannsókn sem hentar flestum íslenskum fyrirtækjum, stórum og smáum.
    Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort íslenskir aðdáendur vörumerkjasíðna á Facebook gætu flokkast í hópa út frá hegðun og viðhorfi gagnvart vörumerkinu. Rannsóknin er að erlendri fyrirmynd sem framkvæmd var á Írlandi og því er forvitnilegt að sjá hvort flokkar aðdáenda séu þeir sömu. Megindleg aðferð í formi spurningalista var notuð og spurningalistanum dreift innan tengslanets höfundar á Facebook og í tölvupósti til háskólanema.
    Helstu niðurstöður sýndu að íslenskir aðdáendur geti í raun og veru flokkast í hópa eftir þeirra hegðun og viðhorfi, en niðurstöður voru ekki alveg þær sömu og í erlendu rannsókninni. Íslenskir aðdáendur geta flokkast niður í þrjá hópa og er helst einn hópur sem virðist vera bestur fyrir fyrirtæki að leitast eftir. Sá hópur hefur mestu tryggðina, vörumerkjaástina, er duglegastur í umtali og í hópnum eru álitsforingjar. Þessi flokkun nýtist hvaða fyrirtæki sem er, þar sem Facebook er ódýr vettvangur fyrir markaðsstarfsemi nú til dags og mörg fyrirtæki eru nú þegar virk á Facebook.

Samþykkt: 
  • 16.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerð.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna