Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19769
Fjölmiðlar eru mikilvægur hluti af nútímasamfélagi. Þeir hafa áhrif á þekkingu almennings á samfélaginu og móta heimsmynd okkar að ákveðnu leyti. Staðarmiðlar gegna mikilvægu hlutverki á hverjum stað fyrir sig og miðla staðbundnu efni. Lítið er til af rannsóknum á staðarmiðlum á Íslandi en þó eru miðlarnir fjölmargir. Því var ákveðið að rannsaka staðarmiðla og Akureyri varð fyrir valinu. Mikilvægi staðarmiðla vakti áhuga rannsakanda og einnig er áhugavert að skoða hlutverk þeirra nánar. Til að svala forvitni rannsakanda var notast við fyrirbærafræðilega rannsókn og gögnum var safnað með djúpviðtölum. Viðmælendur voru níu starfsmenn staðarmiðla á Akureyri. Niðurstöðurnar sýndu að viðmælendum þótti mikilvægt að sinna bæði aðhaldi við stjórnvöld og uppbyggingu samfélagsins. Mikilvægast þótti viðmælendum að jafnvægi væri á fjölmiðlamarkaði, þannig væri hæfilega mikið af gagnrýninni umfjöllun og hæfilega mikið af uppbyggjandi efni. Einnig var sambandið milli höfuðborgar og landsbyggðar mörgum hugleikið. Þá vildu flestir meina að með góðri fjölmiðlun mætti auka þekkingu og skilning og þannig minnka þá gjá sem starfsmennirnir sögðust sjá á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Viðmælendur voru ánægðir í starfi sínu og þótti gott að vinna að því að gera samfélagið að betri stað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskjal.pdf | 793.92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |