is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19772

Titill: 
 • Starfsánægja á meðal starfsmanna Íslenska Gámafélagsins: Stjórnendur, starfsumhverfi og fyrirtækjahollusta
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða starfsánægju á meðal starfsmanna Íslenska Gámafélagsins sem er eitt stærsta fyrirtæki landsins í sorpiðnaði. Mikilvægi starfsánægju er talið liggja bæði í betri líðan starfsmanna og aukinni velgengni fyrirtækja, því skiptir máli að stjórnendur hugi að velferð starfsmanna og viti hvaða þættir skipta máli í því samhengi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða almenna starfsánægju á meðal starfsmanna Íslenska Gámafélagsins. Þá var gerð grein fyrir hvort tengsl væru á milli starfsánægju starfsmanna við a) stjórnendur, b) starfsumhverfið og c) fyrirtækjahollustu. Einnig var skoðað hvort munur væri á starfsánægju starfsmanna eftir því hvort þeir starfa á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni og á milli þeirra starfsmanna sem hafa íslensku sem móðurmál og ekki. Til þess að ná fram markmiðum rannsóknarinnar var notast við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningalisti var lagður fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Rannsóknin fór fram á sumarmánuðum 2014.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að starfsmenn væru almennt ánægðir í starfi og tengsl væru á milli starfsánægju starfsmanna við a) stjórnendur, b) starfsumhverfið og c) fyrirtækjahollustu. Ekki var um mun að ræða á milli starfsánægju starfsmanna eftir því hvar á landinu þeir starfa né hvort íslenska væri móðurmál þeirra eða ekki. Möguleg ástæða fyrir því er hversu há almenn starfsánægja var að mælast á meðal starfsmanna fyrirtækisins.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this study was to explore job satisfaction among employees of Íslenska Gámafélagið one of Iceland’s leading companies in the waste industry. The importance of job satisfaction is considered to affect both the well-being of employees and to increase the success of business, therefore, it is important that managers contemplate staff welfare and know what factors are relevant in this context. The aim of this study was to examine the general job satisfaction of Íslenska Gámafélagið employees as well as to determine if there was a correlation between employee job satisfaction and a) their managers, b) the work environment and c) organizational commitment. In addition it examines whether there was a correlation with job satisfaction based on where they operate, in the greater Reykjavík area or rural Iceland, and if Icelandic is their native language or not. In order to achieve the objectives of the study a quantitative research method was used in the form of a questionnaire that was sent to Íslenska Gámafélagið employees. The study was conducted in the summer of 2014.
  The main results of the study indicated that employees were generally satisfied with their job and a relationship was found between job satisfaction of employees and a) their managers, b) the work environment and c) organizational commitment. There was no difference in job satisfaction among employees based on where in the country they operate or whether Icelandic was their native language or not. This may be due to the already high level of satisfaction among employees of Íslenska Gámafélagið.

Athugasemdir: 
 • Aðgangur lokaður með samþykki viðskiptafræðideildar í tvö ár (til 7.10.2016).
Samþykkt: 
 • 17.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms-ritgerð Sara Sigurvinsdóttir.pdf4.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna