Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19774
Margt bendir til þess að tónmenntakennslan standi nú á krossgötum eins og hún gerði fyrir u.þ.b. 40 árum þegar söngkennsluformið var víkkað út í tónmenntakennslu. Þá kom upp krafa um breytta og fjölbreyttari kennsluhætti og meiri áhersla lögð á hlustun og umfjöllum um grunnþætti tónlistarinnar. Rannsóknir nú sýna góð áhrif tónlistar á náms- og félagsþroska og æskilegt sé að samþætta tónlist öðru námi.
Með nýju aðalnámskránni, 2011 eru boðaðir breyttir kennsluhættir, brotthvarf frá greinamiðaðri kennslu og ósveigjanlegum 40 mínútna kennslustundum og áhersla lögð á að nemendur þroski félagsfærni sína í samskiptum við skólafélagana.
Leiðir til að efla tónmenntafræðsluna kalla á nýja starfshætti þar sem að tónlistin er rauði þráðurinn í öllu skólastarfi á yngsta stigi grunnskólans, nokkurs konar kennsluaðferð. Tónmenntakennarar vinna þá að samþættingu tónlistarinnar við aðrar námsgreinar með umsjónar-, verk- og listgreinakennurum. Námsefnið þarf að fela í sér ákveðinn sveigjanleika þannig að það sé bæði krefjandi og einstaklingsmiðað og gefi nemendum færi á fjölbreyttri skapandi vinnu einslega eða í hóp.
Í námsefninu sem hér er kynnt er tónlistin samþætt Komdu og skoðaðu bókunum í náttúru- og samfélagsfræði og lestrarkennsluaðferðinni „Byrjendalæsi”, með sönglögum, hlustunarefni, hugtökum og viðfangsefnum til að aðstoða umsjónarkennara við að samþætta og einstaklingsmiða tónlistina þeirri vinnu sem fram fer inni í bekknum. Rennt hefur verið undir það stoðum að gott tónlistaruppeldi geti haft jákvæð áhrif á frammistöðu í öðru námi og bætt skólabrag. Samþætting gefur svigrúm til meiri einstaklingsmiðunar og fjölbreyttari kennsluaðferða bæði einstaklingslega og í misstórum hópum.
Við gerð þessa námsefnisins var m.a. leitað í smiðju fjölgreindakenningar Gardners og haft hliðsjón af námsskrárlíkani Akkers svo og einstaklingsmiðun Tomlinson og samvinnunámsins “kann, vil læra, lærði, hvernig lært” (KVL). Við námsefnisgerðina var leitað umsagna og ábendinga tveggja reyndra kennara á yngsta stigi og skólastjórnanda sem skoðuðu efnið. Þeir eru ekki tónlistarmenntaðir en komu með gagnlegar ábendingar þannig að efnið nýtist öllum umsjónarkennurum burt séð hvort þeir njóta aðstoðar tónmenntakennara eða ekki.
Evidence points to the fact that the current status in music education in the primary schools may be at a similar juncture as it was around 40 years ago when music education was simply called “singing” and with the widening of the curriculum was re-named “Music Education.” Up until that point music education had been confined to singing. Then demands were made for more comprehensive music teaching methods with increased emphasis being placed on listening to music and the basic along with teaching the general aspects of music. New research seems to indicate that more integration of music with core subjects is required. With the advent of the new curriculum, 2011, new teaching methods are ushered, with a distancing from traditional subject orientated methods and strict 40-minute lessons along with increasing emphasis on social interaction. In order to encourage a higher standard of music education it is necessary to adopt new teaching methods, where music becomes a central core to all subjects. Music teachers work in cooperation with class teachers, project managers and art teachers to integrate their teaching methods. Teaching materials need to be flexible enough to provide challenges for individualised teaching while also encouraging creative group activity.
This project integrates music with the previously published material Komdu og skoðaðu (Come and See), which emphasizes social and natural studies, as well as the reading method “Byrjendalæsi.” Musical examples and songs have been carefully chosen along with teaching materials and projects that will assist the classroom teacher in integrating musical studies into his teaching. It is our firm belief that quality music education improves performance in general and encourages a positive learning environment. Integration gives more scope for both individualised teaching and diversified teaching methods both for individuals and in groups.
In the composition of this material Gardner’s Theory of Multiple Intelligences has been a source of inspiration, as well as Akker’s Curriculum Design and Implementation, Tomlinson’s Differentiation Classroom Instruction, and the KWL chart (already know, want to know, and ultimately learn). The production of this material was monitored and assessed by two experienced class teachers at elementary level and an administrator, none of who were specifically educated in music. They reviewed the material and offered positive and useful comments which have helped make it as effective as possible for the classroom teacher, regardless of whether he has the assistance of a class music teacher or not.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sigurlína Jónsdóttir.pdf | 837,84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Fylgirit vantar