is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19781

Titill: 
 • Titill er á spænsku Los Mapuches. Su lucha por aceptación, y reconocimiento en la sociedad chilena contemporánea
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Efni þessa lokaverkefnis, sem unnið er til fullnustu BA gráðu í spænsku við Háskóla Íslands, er ætlað að beina sjónum að frumbyggjum Rómönsku Ameríku, mapuche fólkinu. Í dag er þetta þjóðarbrot stærsti hópur frumbyggja í Síle og einn sá fjölmennasti í álfunni. Í fyrri hluta verkefnisins sem hér fylgir á eftir er farið yfir rætur og sögu mapuche fólksins, trú þeirra, tungumál, og þær breytingar sem urðu á samfélagi þeirra við komu Evrópumanna.
  Vert er að geta þess að lítið er vitað um upprunna þeirra og það fyrsta sem skrifað var um mapuche fólkið var gert af spánverjunum sem tóku land í Síle árið 1540 og því ber að taka þeim upplýsingum með fyrirvara. Mapuche fólkið varð þekkt sem þjóðflokkur sem barðist af hörku á móti spánverjunum og náðu lengra en aðrir frumbyggjar i baráttu sinni fyrir því að halda landsvæði sínu í friði eða allt þar til árid 1818 þegar Síle hlaut sjálfstæði frá Spáni. Síðan þá hafa deilur milli ríkisins og frumbyggjanna farið stigvaxandi.
  Í öðrum hluta verkefnisins verður sjónum beint að stöðu mapuche fólksins í dag, og þá sérstaklega þeim árekstrum sem á undanförnum árum komið hafa upp á milli þessu þjóðarbroti og ríkisstjórnar landsins. Aðal deilumálið í dag snýr að því að upprunalegt landsvæði þeirra hafa verið lagt undir stóriðju framkvæmdir. Ennfremur hefur stór hluti þess verið seldur til vestrænna fyrirtækja sem leita eftir ódýru ræktarsvæði, hráefni og vinnuafli. Þeir fjölmörgu indjánar sem misst hafa lönd, hafa neyðst til að flytja til stórborganna þar sem þeim bjóðast færri tækifæri til menntunar og atvinnu en öðrum íbúum, auk þess sem kynþáttahatur og fordómar eru ennþá vandamál og þar sem mikið bil er á milli ríkra og fátækra.
  Í síðasta hluta verkefnisins verður sjónum beint sérstaklega að stöðu kvenna. En eftirtektarvert er að þær berjast við hlið karlmannana fyrir bættum kjörum hópsins í heild en mæta hinsvegar mótlæti innan mapuche samfélagsins. Karlmenn bera enn ábyrgð á ákvörðunartöku innan samfélagsins á meðan konurnar sjá um heimilið og gæta barna. Þá verða þær konur sem búa í borgum fyrir fordómum og ójafnrétti. Þrátt fyrir þetta eru konur mikilvægur hlekkur i því að viðhalda menningu samfélagsins, auk þess eru það oftast konur sem fara með hlutverk trúarleiðtoga. Á síðustu áratugum virðist hafa orðið ákveðin vitundarvakning í málefnum indjána í Rómönsku Ameríku, og hefur núverandi forseti landsins sýnt áhuga og vilja til þess að bæta samskiptin á milli mapuche samfélagsins og ríkisins. Auk þess hafa ýmis samtök verið stofnuð til að vinna að því að bæta stöðu þessa þjóðfélagshóps í Síle, og varðveita menningararf þeirra, sum þeirra með sérstakri áherslu á stöðu kvenna.

Samþykkt: 
 • 18.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19781


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Losmapuches.pdf656.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna