is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19786

Titill: 
 • Viðskiptavild. Er hægt að misnota viðskiptavild?
 • Titill er á ensku Goodwill. Is it possible to abuse goodwill?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Það er hægt að misnota viðskiptavild með skuldsettum yfirtökum og samrunum. Ekki er fullyrt að fyrirtækin sem skoðuð eru í þessari ritgerð misnoti viðskiptavild. Af því það er áhugavert að vita hvort hin metna viðskiptavild hafi breyst mikið hjá fyrirtækjum á markaði fyrir og eftir hrun, voru ársreikningar hjá þeim fyrirtækjum skoðaðir og nokkur hlutföll reiknuð út. Fyrirtæki sem eru á markaði fyrir og eftir hrun á sömu kennitölu sýna með ársreikningum sínum að fleiri en færri fyrirtæki hafa hækkað viðskiptavild sína mikið. Dæmi er um að viðskiptavild sé stærsta ign af heildareignum fyrirtækja eins og hjá Össuri hf. Prósentulega séð hækkar viðskiptavild sem hlutfall af heildareignum frá hruni og þar til eftir hrun hjá fyrirtækjum á sömu kennitölu.
  Fyrir hrun sýndu flest fyrirtæki hátt hlutfall viðskiptavildar af eigin fé, eftir hrun batnaði sú staða eitthvað, þó að minnsta kosti nokkur félög sýni enn mjög háa viðskiptavild miðað við eigið fé. Prósentulega séð lækkar viðskiptavild sem hlutfall af tekjum fyrirtækja eftir hrun. Tekjur fyrirtækjanna á markaði hafa almennt hækkað. Þó nokkur ár eru í það hjá sumum fyrirtækjum að viðskiptavildin skili þeim aukna hagnaði, sem ætla má að reiknað hafi verið með. Athyglisvert er að varað er við því að reikna viðskiptavild út sem nokkurra mánaða veltu, því þá er hætt við að fyrirtæki greiði of mikið fyrir viðskiptavild ina. Farsælla þykir
  að reikna út viðskiptavildina frá hagnaðarsjónarmiði eða með því að draga markaðsverð nettó greinanlegra eigna hins keypta fyrirtækis frá kaupverði keypta fyrirtækisins, ásamt því að meta framtíðartekjumöguleika á verðmætum þáttum, sem eru umfram
  markaðsverð nettó eigna fyrirtækisins sem er verið að kaupa.
  Viðskiptavild getur bæði orðið til innan fyrirtækis eða þegar fyrirtæki kaupir annað félag. Hins vegar má ekki bókfæra viðskiptavild sem verður til innan fyrirtækis, aðeins keypta viðskiptavild.

Samþykkt: 
 • 18.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Silla Þóra_Kristjánsdóttir_BS.pdf57.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna