is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1979

Titill: 
 • Barnið sem var er horfið : einstaklingar með upplausnarþroskaröskun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verða kynntar niðurstöður eigindlegrar rannsóknar á reynslu annarra af hegðun og líðan einstaklinga með upplausnarþroskaröskun og hvað þeir telja einkenna röskunina. Þeir einstaklingar sem rannsóknin snýst um eru tveir fullorðnir Grettir og Indriði og eitt barn, Kjartan. Vegna röskunarinnar geta þeir Grettir, Indriði og Kjartan ekki tjáð sig nema að takmörkuðu leyti og er því ekki unnt að ræða við þá sjálfa um líf þeirra og aðstæður. Fólk sem þekkir þá vel tjáir sig um reynslu sína af umgengni við þá og lífssögur þeirra Grettis, Indriða og Kjartans eru raktar í kringum þann vendipunkt sem varð í lífi þeirra er röskunin var að koma fram. Þeim er fylgt eftir fram til dagsins í dag.
  Leitað var svara við eftirfarandi spurningum: Hver er saga þriggja einstaklinga með upplausnaþroskaröskun? Hver er reynsla annarra af persónu, hegðun og líðan einstaklinga með upplausnarþroskaröskun og hver álíta þeir vera helstu einkenni röskunarinnar? Að hvaða þáttum þarf að huga í þjónustu við einstaklinga með upplausnarþroskaröskun?
  Aðalniðurstöður eru þær að allir séu þeir ljúfir og skemmtilegir einstaklingar sem aðstandendur og starfsfólk tengist sterkum böndum. Þeir eru allir afar viðkvæmir og kemur viðkvæmnin hjá tveimur þeirra helst fram í skynjun þeirra á þann hátt að þeir þola illa ýmiss hljóð og áreiti í umhverfinu og virðast eiga erfitt með að útiloka umhverfið. Hjá einum þeirra var um ofskynjanir að ræða er röskunin var að koma fram og er spurning um hvort svo sé enn. Vanlíðunartímabil eru algeng í lífi þeirra og leiðir slíkt til vanmáttar þeirra sem í kringum þá eru þar sem þeim finnst svo lítið unnt að gera til að lina vanlíðanina. Þráhyggjur og áráttur sem eru einkennandi fyrir þá Gretti og Kjartan aukast að mun á vanlíðunartímabilum.
  Óútreiknanleg hegðun og snögg umskipti milli vellíðunar og vanlíðunar veldur því að fólki er annast einstaklinga með upplausnarþroskaröskun finnst það stundum ekki hafa stjórn á aðstæðum og að það viti oft ekki á hverju er von. Hegðun þeirra fullorðnu getur orðið þeim sjálfum og umhverfinu hættuleg ef þeir missa stjórn á sér. Hjá öðrum fullorðna einstaklingnum er talað um að hann fari í kast og líkt við flogakast sem hann reynir að stöðva en getur ekki. Það sem veldur erfiðleikum og að fólk finni til vanmáttar er að í fæstum tilvikum er hægt að finna orsakir fyrir köstunum og þar af leiðandi erfitt að reyna að koma í veg fyrir þau með fyrir¬byggjandi aðgerðum.
  Þjónusta við einstaklinga með upplausnarþroskaröskun, einkum eftir að þeir komast á fullorðins ár er afar vandmeðfarin. Þeir þurfa mikla þjónustu og stýringu í sínu lífi. Foreldrarnir í rannsókninni vilja áfram hafa ítök í lífi sona sinna sem hafa flutt ungir að heiman. Sú ábyrgð og það vald sem aðrir hafa í lífi þessara einstaklinga er mikil. Ágreiningur getur myndast á milli aðila um hvað sé einstaklingnum fyrir bestu.
  Abstract:
  In this essay the results of qualitative research, titled The child who was has gone: Individuals with childhood disintegrative disorder, will be introduced. The purpose of the research was to learn about the experience people have of persons with childhood disintegrative disorder, how those people see their personalities, behavior and feelings sand what they think are the main characteristics of the disorder. Those who are the main participants in this research are two adults and one child, Grettir, Indriði and Kjartan but because of the disorder they can’t discuss their own lives. Therefore people who know them intimately express their experiences in the interviews. The life stories of Grettir, Indriði and Kjartan concern mainly the time the regression was developing. Also I try to highlight which factors one has to consider when providing services for individuals with disintegrative disorder.
  The main conclusions are that all of them are sweet and vivid individuals to whom relatives and staff are strongly connected. They are all oversensitive. The sensitivity of two of them shows itself mainly in how they sense the surroundings. They tolerate poorly all kind of noises and stimulations and seem to have difficulties in excluding the environment. Indriði had hallucinations while the regression was taking place and nobody knows if that still exists. Periods when they feel awful are common in their lives. That leads to feelings of helplessness of those near them, who feel they have so little to offer to ease that pain. Grettir and Kjartan display more compulsive and obsessive behavior than Indriði and gets exaggerated in those periods when they are having difficulties.
  Unpredictable behavior and sudden changes of mood from good feelings to bad ones causes people who take care of individuals with disintegrative disorder to have the feeling that they have little or no control of the situations and often don’t know what could happen. The conduct of the two adults can be dangerous to themselves and the surroundings, when they lose control. Interviewees talk about the seizures of one of the adults and say he tries to stop it but can’t. It seems to them that it is similar to epilepsy. The greatest difficulty and which also creates feelings of helplessness is that it is seldom possible to find the causes for the seizures and as a result it is difficult to prevent them.
  Providing individuals with disintegrative disorder with services is a challenging task. They need good service and guidance in their lives. The parents in this study want to be participants in their sons’ lives, who have left home at a young age.
  The responsibility and the power other people have in the lives of these individuals is strong. It is obvious that disagreement can occur between parties on what is best for the individual.

Athugasemdir: 
 • M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði
Samþykkt: 
 • 5.11.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjarnveig_m.ed.ritgBB-lokades07.pdf838.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna