Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19790
Markmið þessarar ritgerðar er að kynna þrívíddarprentara, virkni þeirra og möguleika. Í ritgerðinni er farið lauslega í tæknilegar útskýringar á þrívíddarprenturum þar sem gerður er greinarmunur á tveimur megintegundum.
Fjallað er um sögu og þróun prenttækninnar og sýnt fram á margvíslega möguleika hennar í hönnun og efnisvali. Farið er yfir hugbúnað og staðla sem þrívíddarprentun styðst við og hversu háð hún er tölvu- og hugbúnaðartækninni. Áhrif tækninnar á byggingariðnaðinn og tækifæri á sviði læknavísinda eru rakin. Farið er yfir framfarir sem nú þegar hafa orðið og þær vonir sem læknar og vísindamenn binda við tæknina.
Skoðuð eru áhrif þrívíddarprentara á samfélagið og neysluvenjur okkar, en með aukinni þátttöku almennings í notkun prentaranna opnast nýir möguleikar m.a. í hönnun og nýsköpun.
Farið er yfir hugsanleg jákvæð áhrif þrívíddarprentara á náttúru og umhverfi þar sem m.a. nálægð við markaðinn og betri efnisnýting gæti haft mikil áhrif.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
gauti.þormóðsson.þrívíddarprentun.2014.pdf | 501.24 kB | Open | Heildartexti | View/Open |